Kjósa utankjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu hefst 15. apríl og verður í Holtagörðum, á 2. hæð. Opið alla daga frá kl. 10–22.

Utankjörfundarskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir upplýsingar og aðstoð í síma 841 8443 eða á netfangið bl@xd.is. Verkefnisstjóri utankjörfundarskrifstofu er Bryndís Loftsdóttir.

Opnunartími og staðsetningar utankjörfundarskrifstofa

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á fjölmörgum stöðum um land allt fram að kosninum. Opnunartíma og staðsetningar má finna hér (neðst á síðu).

Hvar er ég á kjörskrá?

Kjósendur geta fengið upplýsingar um hvort og hvar þeir eru á kjörskrá á vef Þjóðskrár, sjá hér.

Kjósendur staðsettir erlendis fram yfir kosningar

Kjósendur sem staddir verða erlendis fram yfir kosningar geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum okkar erlendis – sjá upplýsingar um staðsetningu þeirra hér.

Kjósendur eru hvattir til að ganga frá atkvæðum sínum í tíma og tryggja flutning þeirra í tæka tíð fyrir kjördag til kjörstjóra í sínu sveitarfélagi eða til Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík.

Erlendir ríkisborgarar

Norrænir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi eiga kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum. Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi 3 ár samfellt fyrir kjördag eiga einnig kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum. Þessir einstaklingar geta kosið í sveitarstjórnarkosningum þrátt fyrir að vera ekki með íslenskt vegabréf.

Námsmenn á Norðurlöndum

Námsmenn á Norðurlöndum, makar þeirra og börn þurftu að sækja um að vera tekin á kjörskrá í síðasta lagi 4. apríl 2022. Á vef Þjóðskrár voru í byrjun apríl ranglega birtar upplýsingar þess efnis að umsóknarfrestur væri til 13. maí og komum við þeim upplýsingum áleiðis til flokksmanna. Leiðrétting var gerð á síðu Þjóðskrár þann 12. apríl, lögin standa og því er nú orðið of seint að senda umsóknir vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili erlendis

Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili erlendis hafa kosningarétt í alþingis- og forsetakosningum en ekki í sveitarstjórnarkosningum.

Upplýsingar stjórnarráðsins

Leiðbeiningar fyrir kjósendur og upplýsingar um utankjörfundarstaði, kosningar í heimahúsið, aðstoð við kosningar ofl. verða birtar á vef stjórnarráðsins, sjá hér.

Hvernig fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram?

  • Kjósandi þarf alltaf að gera grein fyrir sér með löggiltum persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, til þess að fá kjörgögn afhent. 
  • Kjörgögn eru; kjörseðil, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.
  • Kjörseðil er alveg auður. Á hann skrifar eða stimplar kjósandi D
  • Kjörseðillinn fer í kjörseðilsumslagið og skal það límt aftur og ekkert er skrifað á það.
  • Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.
  • Kjörseðilsumslagið og fylgibréfið fara saman í sendiumslag sem fylgir kjörgögnum. Á framhlið þess skal rita heimilisfang sýslumanns eða kjörstjórnar sem viðkomandi telur sig vera á kjörskrá hjá. Á bakhlið skal alltaf rita nafn, kennitölu og lögheimili kjósanda líkt og fram kemur á umslagi.
  • Ef atkvæðagreiðslan fer fram í kjördæmi kjósanda, býðst að skilja atkvæðið eftir í kjörkassa.
  • Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða til Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut 1, 105 RVK og kosningaskrifstofa okkar um land allt. Við komum atkvæðum til skila í rétt sveitarfélag fyrir lokun kjörstaða á kjördag.
  • Atkvæðisbréfið þarf að hafa borist kjörstjórn eða í einhverja kjördeild í sveitarfélagi kjósanda fyrir lokun kjörstaða á kjördag.