Sveitarstjórnarráð Sjálfstæðisflokksins

Aðal- og varamenn Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum hverju sinni mynda sveitarstjórnaráð Sjálfstæðisflokksins. Flokksbundnir sjálfstæðismenn sem gegna störfum bæjar- eða sveitarstjóra eða taka þátt í sameiginlegum framboðum til sveitarstjórna eiga einnig aðild að ráðinu.

Sveitarstjórnaráð heldur aðalfund sinn á fjögurra ára fresti, að loknum sveitarstjórnakosningum, og kýs sér þá 9 manna stjórn.

Hér má finna upplýsingar um alla aðal- og varamenn í sveitarstjórnum af D-listum kjörtímabilið 2018-2022.