5. sæti í Reykjavík
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún fæddist 28. júlí 1959 í Þingholtunum í Reykjavík og flutti þriggja ára gömul í Vesturbæinn og ólst þar upp. Hún er gift kjartani Gunnari Kjartanssyni, heimspekingi og blaðamanni.og eiga þau tvö börn. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og stundaði nám í bókmenntafræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1982-1985 og við Kennaraháskóla Íslands 2005-2007. Marta hefur alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum og samfélgsmálum og gekk ung í Heimdall og var kjörinn í stjórn þar 19 ára gömul. Marta hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var formaður um árabil í Félagi sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, formaður Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og sat í miðtstjórn Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007-2010. Marta hefur víðtæka reynslu af borgarmálunum var varaborgarfulltrúi 2006-2017 en varð þá borgarfulltrúi. Á árunum 2006-2010 gegndi hún formennsku í mannréttindaráði og hverfisráði Kjalarness. Marta hefur setið í flestum nefndum og ráðum á vegum borgararinnar og á yfirstandandi kjörtímabili hefur hún setið í skóla- og frístundaráði, menningar- og ferðamálaráði, íþrótta- og tómstundaráði og hverfisráði Vesturbæjar auk þess að sitja í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og í stjórn Faxaflóahafna. Þá hefur hún verið formaður íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík frá árinu 2007. Þá sat Marta í stjórn Fjölbrautaskóloans við Ármúla 2005-2013 fyrir menntamálaráðuneytið. Var formaður Alfadeildar Delta Kappa Gamma á Íslandi, alþjóðlegra samtaka kvenna í mennta- og menningarmálum, 2010-2012 .Áður en Marta tók að starfa á vettvangi borgarstjórnar kenndi hún um árabil bæði við einkarekna- og borgarrekna grunnskóla. Hún starfaði einnig um skeið við dagskrárgerð á Bylgjunni og þáttastjórn á ÍNN.
Marta hefur mikinn áhuga á bókmenntum, sögu og leikhúsi. Hef gaman af að fara á söfn og þá sérstaklega þau sem tengjast atvinnusögunni eins og t.d. Sjóminjasafnið í Víkinni, Flugsögusafnið á Reykjavíkurflugvelli og Rafveitusumafnið í Elliðaárdal. Sagan er víða í umhverfi okkar hér í Reykjavík og ég nýt þess að skoða hana þegar ég fer í göngutúra eins og t.d. stríðsminjarnar í Öskjuhlíð, Grásleppuskúrana við Ægisíðu, Þvottalaugarnar í Laugardalnum og í Elliðaárdalnum er heilmikil saga allt frá tímum innréttinganna um miðja 18. öld. Mér finnst gaman að fara á góðar leiksýningar enda vann ég á námsárunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og fékk þá áhugann á leikhúsi. Fer stundum í fjallgöngur og hef gengið oft á Esjuna og Úlfarsfell og flestöll fjöllin í kringum Reykjavík. Ég nota sundlaugarnar í borginni mikið enda eigum við frábærar laugar. Ég hef mikinn áhuga á garðrækt og eyði drjúgum tíma í garðinum á sumrin og fyrir nokkrum árum hóf ég tilraunir á að rækta mín eigin sumarblóm sem hefur tekist vel.