6. sæti í Reykjavík
Katrín Atladóttir skipar 6. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hún segir stjórnmál vera skemmtileg og í hennar huga ein helsta ástæðan fyrir þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins sé til að finna frjálslyndum skoðunum sínum farveg. Katrín er mikil hjólaskvísa og finnst fátt meira frelsandi frá daglegu lífi en að þeysast um holt og hæðir á reiðfáki sínum. Hún nýtur þess að vera á hjólinu fjarri öllum ys og þys, ýmist ein eða í góðra vina hópi.
Katrín landaði sjö sinnum Íslandsmeistaratitli í tvíliðaleik á badmintonferli sínum og þá hefur hún einnig dálæti á að horfa á fótbolta og fer oft á leiki. Þegar Katrín var yngri vildi hún verða dýralæknir en var nú víst aldrei neitt nálægt því að læra það, vill hún meina, þegar kom að því að ákveða hvaða nám hún leggði stund á.
Hún ólst upp á Langholtsvegi, lauk tölvunarfræði frá Hí og meistaragráðu í tölvunarverkfræði frá DTU í Danmörku. Katrín hefur starfað hjá Landsbankanum, Existu og og starfar sem forritari hjá CCP. Katrín býr í Laugarneshverfi ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum.