Jórunn Pála Jónasdóttir

9. sæti í Reykjavík

Níunda sæti framboðslista XD í Reykjavík skipar Jórunn Pála Jónasdóttir, 29 ára Breiðhiltingur.

Jórunn starfar sem lögfræðingur á Rétti lögmannsstofu en vinnur nú að öflun réttinda til þess að flytja mál fyrir héraðsdómi. Á námsárunum bjó hún um tíma í Kaupmannahöfn og Vínarborg og ferðaðist með bakpoka um Asíu.

Hennar helstu áhugamál eru hjólreiðar, fjallgöngur og ferðalög, bæði innan lands og utan.

Jórunn er mikil talskona þess að húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu verði leystur, enda býr hún sjálf í bílskúr við heimili foreldra sinna í von um að horfur á húsnæðismarkaði vænkist. Hún er þó stoltur meðeigandi í „hvítu tjaldi“ sem tjaldað er í Dalnum á Þjóðhátíð ár hvert en hún á rætur að rekja til Vestmannaeyja.