Inga María Hlíðar Thorsteinsson

16. sæti í Reykjavík

Inga María Árnadóttir er ljósmóðurnemi sem vill vinna að heilbrigðismálum í framtíðinni með jákvæðni og þekkingu að vopni. Hún er hugmyndarík, skrifar og málar í frístundum sínum og framkvæmir hluti fumlaust.

Inga María skipar 16. sæti á lista. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Um tíma bjó hún erlendis, sem barn í Nýja Sjálandi og síðar sem skiptinemi í Panama.

Inga lauk stúdentsprófi frá MR árið 2012 og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2016. Hún hefur unnið á Landspítalanum meðfram námi og á sumrin, nú síðast á vökudeildinni og meðgöngu- og sængurlegudeild. Inga hóf ljósmóðurnám að loknu hjúkrunarnáminu og mun útskrifast í júní 2018. Námið kveikti mikinn þrótt hjá henni til þess að berjast fyrir réttindum kvenna og er hún ötull talsmaður sinnar stéttar.

Inga María er fyrrum varaformaður Stúdentaráðs við Háskóla Íslands og hefur setið í velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins.