Reykjavíkurþing Varðar 2022

Reykjavíkurborg hefur alla burði til að verða borg tækifæranna. Með því að stytta boðleiðir, lækka álögur á fólk og fyrirtæki, opna fyrir uppbyggingu á hagstæðu byggingarlandi og greiða niður skuldir með sölu opinberra fyrirtækja á samkeppnismarkaði mun borgin snúa vörn í sókn segir í stjórnmálaályktun Reykjavíkurþings Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjvík.  Ályktunin var samþykkt samhljóma en þingið, sem stóð í tvo daga, var opið öllum sjálfstæðismönnum í Reykjavík.

Í ályktuninni segir jafnframt að borgin þurfi að hverfa frá þrengingum og sækja fram svo einstaklingar á öllum æviskeiðum fái notið sín. Þá þurfi borgin að sækja fram í orkuskiptum og vera leiðandi í innleiðingu nýrra og byltingarkenndra lausna í samgöngumálum.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins setti Reykavíkurþingið en auk hans fluttu ávörp Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ráðherra og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Eyþór Arnalds odd­viti borg­ar­stjórn­ar­hóps Sjálf­stæðis­flokks­ins. Fundarstjórar voru Birgir Ármannsson forseti Alþingis og Elín Engilbertsdóttir varaformaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Undirbúningur þingsins og vinna við drög að málefnaályktunum hefur staðið frá því í nóvember á síðasta ári. Í undirbúningsnefnd þingsins voru Einar H. Jónsson, formaður,  Einar Sigurðsson, Elín Engilbertsdóttir, Leifur Kaldal, Sandra Hlíf Ocares, Sigurður Helgi Birgisson og Stefnir Kristjánsson.

Lesið stjórnmálaályktun þingsins í heild sinni hér.

Á þinginu var unnið í fimm málefnahópum og má lesa ályktanir hópanna hér.