Samtök eldri sjálfstæðismanna

Samtök eldri sjálfstæðismanna (SES) fara með yfirstjórn félagsmála eldri sjálfstæðismanna innan vébanda flokksins. Félagsmaður í Samtökum eldri sjálfstæðismanna getur hver sá gerst sem orðinn er 60 ára. Heimilt er að starfrækja eitt eða fleiri félög innan samtakanna. Samtökin setja sér sjálf starfsreglur.

Samtökin halda opna hádegisfundi í Valhöll alla miðvikudaga frá september og fram í maí ár hvert. Fundirnir hefjast kl. 12:00 og boðið er upp á súpu gegn vægu gjaldi.

Formaður SES er Halldór Blöndal – halldorblondal@simnet.is