Vilhjálmur Árnason

Vilhjálmur Árnason er 33 ára, fæddur í Skagafirði, búsettur í Grindavík ásamt eiginkonu sinni ,Sigurlaugu Pétursdóttur og eiga þau saman þrjá syni. Vilhjálmur er menntaður lögfræðingur, lögreglumaður og ökukennari. Áður en Vilhjálmur tók sæti á Alþingi starfaði hann í áratug sem lögreglumaður.

Ég hef tileinkað framboð mitt samgöngumálum. Önnur helstu áherslumál mín snúa meðal annars að almannaöryggi, utanspítalaþjónustu, stöðu ungs fólks og aðahaldi í ríkisrekstri.Ástæða þess að ég helga framboð mitt samgöngumálum er sú að þau hafa átt hug minn allan en ég hef verið ötull talsmaður bættra samgangna, enda eitt stærsta úrlausnarefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir á komandi árum.Ég hef áður sagt að engum dylst að samgöngumál eru eitt brýnasta málefni kjördæmisins. Raunar eru samgöngumál Suðurkjördæmis farin að varða þjóðarhag, en sú gríðarlega fjölgun ferðamanna sem sækja landið heim hefur orðið til þess að nauðsynlegt er að bregðast við. Þess vegna mun ég líta á þann stuðning sem ég fæ í prófkjörinu sem stuðning við bættar samgöngur.Þá stuðla öruggar og greiðar samgöngur að fjölþættu og blómlegu atvinnulífi en þannig má segja að samgöngur séu forsenda góðra lífskjara. Þær bæta einnig aðgengi að opinberri þjónustu og auka hagkvæmni í rekstri. Enn fremur væri hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, löggæsluna og bæta búsetuskilyrði í landinu öllu. Í þessu samhengi er enn fremur rétt að taka fram að yfir 200 manns slasast eða láta lífið í umferðarslysum ár hvert. Þetta kostar samfélagið 50 milljarða árlega. Fjármununum væri betur varið í að koma í veg fyrir þessi slys með öruggari samgöngum.Efling löggæslu, utanspítalaþjónustu, almannavarna og björgunarþjónustu er nauðsynleg til að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna. Til að mynda er öflug löggæsla hornsteinn lýðræðissamfélaga. Lögreglan verður að geta haldið uppi öflugri löggæslu með það að markmiði að vernda öryggi íbúa, vernda réttindi þeirra og friðhelgi einkalífs.Eitt brýnasta málefnið sem snýr að ungu fólki er fjárhagslegt frelsi. Fjárhagslegt frelsi  er forsenda þess að ungt fólk geti talist frjálst og valið í hvað það ráðstafar sínum tekjum. Nauðsynlegt er að stjórnvöld stuðli að því allir geti eignast húsnæði. Þá á ungt fólk að hafa frelsi til að  ráðstafa sparnaði sínum og hluta af lífeyrisgreiðslum til að koma sér þaki yfir höfuðið. M.ö.o. byggja sér upp öruggt heimili sem verður svo lífeyrissjóður framtíðarinnar.
Eins stærsta áskorun íslensks samfélags er að draga úr vægi hins opinbera og leyfa einkaframtakinu að finna nýjar, hagkvæmari og skilvirkari lausnir í rekstri hins opinbera.  Þess vegna þarf að virkja þann kraft sem býr í ungu fólki sem býr yfir miklu hugmyndaauðgi og þorir að fara nýjar leiðir. Mikilvægt er að þessi mannauður sé betur nýttur hjá hinu opinbera eins og bersýnilega kom í ljós í svörum við fyrirspurnum um aldurssamsetningu æðstu stjórnendar ráðuneyta, stofnana og nefnda á vegum hvers ráðuneytis.Mikilvægt er að stjórnmálamenn þori að fylgja hugsjón sinni og skapa um hana umræðu. Að öðrum kosti mun hugmyndafræðileg umræða ekki fara fram. Í þeirri umræðu legg ég mesta áherslu á að auka frelsi einstaklingsins til athafna.