Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir er fædd 30. september 1967. Eiginmaður hennar er Guðjón Ingi Guðjónsson framkvæmdastjóri og alls eiga þau fjögur börn.

Ragnheiður Elín lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987, BA prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1991 og MS prófi í alþjóðasamskiptum frá Georgetown University í Bandaríkjunum 1994.

Ragnheiður Elín var starfsmaður hjá Útflutningsráði Íslands 1995-1998, aðstoðarviðskiptafulltrúi 1995-1996, viðskiptafulltrúi í New York 1996-1997 og verkefnisstjóri í Reykjavík 1997-1998.

Hún var aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1998-2005, aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2005-2006 og aðstoðarmaður forsætisráðherra 2006-2007.

 • Í nefnd um nýtt fæðingarorlof 1999.
 • Í samninganefnd ríkisins 1999-2005.
 • Varamaður í jafnréttisráði 2000-2005.
 • Varamaður í bankaráði Norræna fjárfestingarbankans 2002-2006.
 • Í viðræðunefnd um varnarmál 2005-2006.
 • Í stjórn Iceland Naturally 2005-2007 og í stjórn Iceland Naturally Europe 2006-2007.
 • Í fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar 2005-2007.
 • Í Þingvallanefnd síðan 2009.

Ragnheiður Elín var kosin á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn  í Suðvesturkjördæmi árið 2007 og í Suðurkjördæmi frá 2009.  Hún var formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2010-2012.

 • Efnahags- og skattanefnd 2007-2009.
 • Iðnaðarnefnd 2007-2009.
 • Utanríkismálanefnd 2007-2009, 2010 og 2011-2013.
 • Viðskiptanefnd 2009-2010.
 • Þingskapanefnd 2011-2013.
 • Íslandsdeild NATO-þingsins 2007-2013 (form. 2007-2009).

Ragnheiður Elín tók við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra 23. maí 2013.