Páll Magnússon

Páll Magnússon er fæddur 17. júní 1954; uppalinn í Vestmannaeyjum með 3ja sumra viðdvöl í Úthlíð í Biskupstungum. Háskólanám stundaði Páll í Lundi í Svíþjóð og lauk fil.cand. gráðu í stjórnmálasögu og hagsögu. Svo gott sem allan starfsferilinn hefur Páll unnið á fjölmiðlum: fréttamaður og fréttastjóri bæði á RÚV og Stöð 2; þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi; forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins (nú 365) og útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.

  • Sækist eftir 1. sæti í Suðurkjördæmi
  • Starfsheiti: Fjölmiðlamaður

Ég gef kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum 2016. Ég tel að víðtæk reynsla mín og þekking á innviðum samfélagsins geri mig hæfan til að taka að mér þetta mikilvæga og vandasama hlutverk. Sömuleiðis tel ég að reynsla mín af því að leiða saman ólíkt fólk með mismunandi hæfileika til að leysa vandasöm verkefni komi  að gagni í þessu samhengi.Vegna áratuga starfa minna við fjölmiðla hef ég aldrei fyrr en nú tekið opinbera flokkspólitíska afstöðu. Þeim sem næst mér standa hefur þó ekki dulist hver sú afstaða er.Ég lít þannig á að innsta kjarnann í stefnu Sjálfstæðisflokksins megi orða svona: Einstaklingurinn á að hafa rými og frelsi til að vera sjálfráður sinna mála og vera sinnar eigin gæfu smiður, enda er hann betur til þess fallinn en aðrir. Þeim sem af einhverjum ástæðum geta þetta ekki ber samfélaginu að hjálpa.Í Suðurkjördæmi er að finna ótal tækifæri til framþróunar og uppbyggingar. Þar eru gömlu grunnstoðirnar, sjávarútvegur og landbúnaður, afar traustar og þar er líka helsti vaxtarbroddur hinnar nýju undirstöðugreinar, ferðamennskunnar.Helstu úrlausnarefni í kjördæminu í heild næstu fjögur árin snúa að því sem ég vil kalla innviðabrest. Þar á ég við að mikilvægir þættir  eins og samgöngur, heilbrigðiskefi og löggæsla hafa ekki fylgt eftir þróun mála að öðru leyti síðustu árin. Álag á þessa þætti alla, og raunar fleiri, hefur margfaldast á síðustu árum vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna og því þarf að mæta svo íbúar á svæðinu bíði ekki skaða af. Sjálfsagt er að ferðamennirnir sjálfir greiði beint fyrir hluta af þessari innviðauppbyggingu.Jafnframt þessu þarf að tryggja að rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verði áfram með þeim hætti að hann geti vaxið og dafnað. Núverandi fiskveðistjórnunarkerfi uppfyllir tvö meginskilyrðin: sjálfbæra og skynsamlega nýtingu á auðlindinni og líkur á hámarksávinningi af rekstri greinarinnar í heild. Sátt þarf að takast um veiðileyfagjaldið án þess að stofna þessum ávinningi í voða.Sömuleiðis þarf að ná sátt um nýjan búvörusamning.