Oddgeir Ágúst Ottesen

Oddgeir Ottesen, hagfræðingur og varaþingmaður, rekur ráðgjafafyrirtækið Integra ráðgjöf sem veitt hefur ráðgjafaþjónustu á sviði hagfræði og fjármála. Oddgeir hefur setið í stjórn Efnahags- og viðskiptnefndar Sjálfstæðisflokksins. Fyrir yfirstandandi kjörtímabil hefur Oddgeir unnið hjá Seðlabanknum og Fjármálaeftirlitinu, og enn fyrr hjá Búnaðarbankanum, Hveragerðisbæ, Hótel Örk, Heilsustofnun NLFÍ og við landbúnaðarstörf.

  • Sækist eftir 2-3. sæti í Suðurkjördæmi
  • Starfsheiti: Hagfræðingur
  • Ferilskrá

Ég, undirritaður, Oddgeir Ágúst Ottesen, býð mig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þann 10. september næstkomandi.
Ég tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2013 og hef verið varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili og tekið þrívegis, í skamman tíma, sæti
á Alþingi. Ég hef meirihluta ævi minnar búið í Hveragerði, eins og bæði faðir
minn, afi og amma.  Móðir mín  er fædd og uppalin við Selfoss. Markmið mitt er
að vinna að bættum lífskjörum íbúa Suðurkjördæmis og landsins alls á
grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að
leiðarljósi. Ég berst fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar með heiðarleika og
fagmennsku að leiðarljósi. Efnahagur og atvinnuástand hefur ráðandi áhrif á
velferð íbúa. Ég legg áherslu á að beita mér fyrir hagkvæmu viðskiptaumhverfi,
ráðdeild í ríkisrekstri og lægri sköttum. Ég beiti mér fyrir lægri tekjuskatti
einstaklinga og lægra tryggingagjaldi. Skýrar leikreglur og hagkvæmt
viðskiptaumhverfi er best til þess fallið að auka nýsköpun og hagkvæmni í bæði
hefðbundnum og nýjum atvinnugreinum. Uppsöfnuð fjárfestingaþörf er í
innviðum samfélagsins sem mæta þarf með skýrri stefnumótun og
forgangsröðun. Mikil aukning ferðamanna og sérstaða byggða í Suðurkjördæmi
gerir það enn brýnna að styrkja innviði svæðisins til að auka öryggi og velferð
íbúa þess. Ég legg áherslu á öfluga hagsmunagæslu fyrir kjördæmið. Öflug
hagsmunagæsla snýst m.a. um að sérstaða kjördæmisins í samgöngu- og
heilbrigðismálum sé virt. Gæta þarf þess að opinberar stofnanir og stjórnvöld
gangi ekki gegn sóknaráætlun stjórnvalda fyrir landsfjórðunga með flutningi
starfa úr kjördæminu til höfuðborgarsvæðisins. Oddgeir Ágúst Ottesen