Kristján Óli Níels Sigmundsson

Ég er fæddur 14.12.1991 í Stykkishólmi ættaður frá Grundarfirði sonur Sigmundar Magnús Elíassonar f.28.04.1959 d.23.02.1992 sjómanns og Evu Margrét Jónsdóttur f. 18.09.1962. Sjúkraliða.
Lauk menntun í Borgarholtsskóla sem bílamálari des.2011 og verslunarbraut maí.2012.
Almenn verslunarstörf.
Vinn sem næturvaktstjóri hjá N1 og bifreiðastjóri hjá Optima ehf.
Eftir að námi lauk flutti ég til Bretlands starrfaði hjá moto hospitality.
Starfaði þar í 3ár, var virkur sjálfboðaliði fyrir
help for heroes.

  • Sækist eftir 3-4. sæti í Suðurkjördæmi
  • Starfsheiti: Bifreiðastjóri

Ég stend fyrir Þjóðvegurinn og brýr verði tvöfaldur. Göng til Vestmannaeyjar. Lagfæring og viðhald vegakerfis. Minna álag á heilbrigðiskerfi spítalans og dvalarheimila. ESB. Menntun. Álag á þjóðveginum er orðið of mikið sem stofnar öryggi ökumanna í hættu með því að þjóðvegurinn verði tvöfaldur minnkar álagið á veginum og öryggið verður meira, síðustu ár hefur orðið mikið af slysum nálægt einbreiðum brúum, þarf þess vegna að sjá til þess að fjölfarnir vegir verði með tvíbreiðum brúum, minnkar slysahættan. Til margra ára hefur verið talað um göng til eyja og er tími til kominn að verði farið í framkvæmdir á göngum Vestmannaeyjar er vinsæll staður bæði fyrir Íslendinga og ferðamenn að heimsækja. Margir vegir eru þurfandi lagfæringar vegna mikillar notkunar ásamt því að viðhald á vegum hefur verið ábótavant, því má ekki gleyma að vegakerfið þarfnast viðhalds á hverju ári. Eins og margir vita þa er álag á heilbrigðiskerfi spítalans löngu komið að þolmörkum og þarf að fara í endurskoðun, það má ekki einungis hugsa um heilbrigðisþjónustu höfuðborgarsvæðisins heldur þarf líka að huga að heilbrigðisþjónustu utan á landi mikilvægt er að ekki þurfi að fara langar vegalengdir til að nálgast þjónustuna. Dvalarheimili landsins er álag þeirra mikið þau eru oftast undirmönnuð og þarf að bæta úr því, einn daginn munum við verða gömul og megum ekki gleyma að við verðum á dvalarheimili einn daginn, þjónusta og umönnum þeirra þarf að bætast. ESB ég styð ekki að við göngum i sambandið en á sama tíma styð ég að þjóðin fái að ákveða hvort þau vilji ganga i ESB eða ekki. Börnin eru framtíðin okkar, og þurfum við að standa vörð um framtíðina, árið er 2016 eigum við virkilega að þurfa að punga út tugi þúsunda fyrir skólagagna barna okkar, samkvæmt barnasáttmálanum eiga börn að fá grunnmenntun gjaldfrjálsa, mun eg berjast fyrir því að ríkið greiði allann kostnað fyrir námsgögnum fyrir öll börn á grunnskólaaldri.