Ísak Ernir Kristinsson

Ég er 23 ára millistjórnandi og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Einnig rek ég lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu minni í Reykjanesbæ. Þeir málaflokkar sem ég legg áherslu á eru samgöngumál, frelsismál, minnkun opinberra umsvifa og lækkun skatta. Ég sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

  • Sækist eftir 4. sæti í Suðurkjördæmi
  • Starfsheiti: Þjónuststjóri

Ég hef verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri.  Ég hef verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er  ég varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og einnig á ég sæti í stjórn SUS.  Ég er varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og á sæti í velferðanefnd bæjarins. Kynslóðin sem ég tilheyri, sem er yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, hefur á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi.Margar framkvæmdir í samgöngum bíða.Nú er svo komið að bæta verður í vegaframkvæmdi. Málaflokkurinn hefur verið fjársveltur frá hruni. Mikilvægt er að við tökum alvöru umræðu um auknar einkaframkvæmdi í vegakerfinu.Frelsi einstaklingsins og viðskiptafrelsi.Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ötull talsmaður frelsis. Við þurfum að halda áfram í þeim efnum. Frjáls sala áfengið, staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni, aðskilnaður ríkis og kirkju og blóðgjöf út frá heilsufarsjónarmiðum í stað kynhneigðar.   Það er óásættanlegt að fyrirtæki í eigu ríkisins sé stærsti smásali á sælgæti og snyrtivörum og sé umboðsmaður fyrir eina frægustu undirfata verslun í heimi.Lækkun skatta í stað forræðishyggju.Það er einlæg skoðun mín á sér hver einstaklingur er betur til þess fallinn að ráðstafa sínum tekjum en ríkissjóður. Það er því mikilvægt að við tökum útgjaldahlið ríkissjóðs til gagngerar endurskoðunnar og ákveðum sem samfélag hvað ríkið eigi að sjá um og hvað ekki. Afnema á allar undanþágur í virðisaukaskattkerfinu og fækka þrepunum í eitt. Með því myndi virðisaukaskattkerfið vera gegnsærra, skilvirkara og skattsvikum fækka.Að mínu mati er Sjálfstæðisstefnan best til þess fallin að auka vegsæld og tækifæri fyrir ungt fólk. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.