Brynjólfur Magnússon

Ég er 28 ára lögfræðingur, fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn. Ég hef í gegnum tíðina unnið við hin ýmsu störf, í fiskvinnslu, við þjónustu, gjaldkerastörf í banka, sinnt verkefnastjórn og fleira. Í dag fæst ég við skjalagerð í Landsbankanum. Ég hef alla tíð verið virkur í félagsstörfum. Á þeim vettvangi má til dæmis nefna stjórnarsetu í aðal- og vara stjórn Hersis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu, setu í skólaráðum Fjölbrautaskóla Suðurlands og Háskólans á Bifröst, ásamt ýmsum öðrum nefndar og trúnaðarstörfum.

Fyrstu árin og menntun. Ég er 28 ára lögfræðingur, fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn. Eftir grunnskólagöngu í Þorlákshöfn lá leið mín í Fjölbrautaskóla Suðurlands en ég útskrifaðist sem stúdent af félagsfræðibraut árið 2008. Ég útskrifaðist frá Háskólanum á Bifröst með BSc í viðskiptalögfræði í janúar 2013. Ég stundaði skiptinám við Shanghai University, í Kína, haustið 2012. Haustið 2013 hóf ég nám við lagadeild Háskólans í Reykjavík og útskrifaðist með fullnaðarpróf í lögfræði í febrúar 2016.StörfÉg hef starfað við ýmis störf, fiskvinnslu, þjónustustörf og í banka. Árið 2009 sinnti ég tímabundnu átaksverkefni hjá Sveitarfélaginu Ölfus í samstarfi við Vinnumálastofnun sem hafði það að markmiði að fækka atvinnulausum einstaklingum á svæðinu. Sumarið 2010 vann ég sem gjaldkeri í Landsbankanum. Árin 2011-2014 starfaði ég hjá Umboðsmanni skuldara, í sumar- og hlutastarfi með námi. Með námi í Háskólanum í Reykjavík starfaði ég einnig í Hannesarholti, Grundarstíg. Frá því í maí 2015 hef ég starfað hjá Landsbankanum og fæst nú þar við skjalagerð.FélagsstörfÉg hef alla tíð verið virkur í félagsstörfum. Vorið 2006, vann ég í samstarfi við Rauða krossinn og Sveitarfélagið Ölfus að verkefni sem fólst í því að auðvelda ungu fólki af erlendum uppruna að aðlagast samfélaginu. Þá kom ég að stofnun Ungmennaráðs Ölfuss á árunum 2007-2008. Í Fjölbrautaskóla Suðurlands var ég fulltrúi nýnema í nemendaráði skólans. Ég tók aftur sæti í stjórn nemendaráðsins, sem ritari, ásamt því að sitja í skólaráði skólans. Ég tók sæti í aðal- og varastjórn Hersis, félags ungra sjálfstæðismanna í Árnessýslu á árunum 2006-2009. Í Háskólanum á Bifröst átti ég sæti í Háskólaráði skólans, sem fulltrúi nemenda. Þá sat ég í Trúnaðarráði Samtakanna ’78 á árunum 2012-2013. Í Háskólanum í Reykjavík tók ég þátt í lögfræðiþjónustu Lögréttu.