Bryndís Einarsdóttir

Ég er fædd í Keflavík, uppalin í Njarðvík, er búsett í Garði og gift Daniel Coaten, Lektor í Efnafræði og við eigum eina dóttir. Ég starfa sem Skólastjóri á grunn – og framhaldsskólastigi í Listdansi hjá Listdansskóla Reykjanesbæjar og er fulltrúi í Ferða-safna og menningarnefnd í Garði. Hef starfað sem framkvæmdastjóri fyrir ýmis fyrirtæki í forystu stjórnun, þróað og framkvæmt áætlanir fyrir stofnanir, séð um liði á reglum og lögum í því umhverfi. Frumkvöðull í þjónustu við samfélagið, í að búa til sameiginlegan vettvang fyrir ýmsa aldurshópa í mismunandi löndum. Hef séð um sérstaka viðburði, markaðssetningu, og kynningar víða um heim. Hef einnig staðið að góðgerðarmálum og starfað með fólki með fötlun.

  • Sækist eftir 4. sæti í Suðurkjördæmi
  • Starfsheiti: Skólastjóri

Mínar helstu áherslur eru jafnrétti og þjónusta við fólkið í landinu. Ég þrái einlæglega að bæta samfélagið, hag- og menntakerfið, heilbrigðis- og menningarmál og samgöngur. Hlúa enn betur að velferðarsamfélaginu, sjávarútveginum og mannúðarmálunum í landinu öllu, stétt með stétt. Styðja allshugar við eldri borgara, öryrkja og unga fólkið. Ég er með grunnskólapróf úr Njarðvíkurskóla, ég kláraði aldrei menntaskóla en útskrifaðist með Bachelor of Fine Arts (BFA) í Leiklist og Leikhúsfræðum frá California Institute of The Arts árið 1997. Lærði Klassískum Ballett Fræði hjá Royal Academy of dance í Bretlandi, Certificate in Ballet teaching Studies (CBTS), 2006. Útskrifaðist með M. Art. Ed. Í Listkennslu frá Listaháskóla Íslands, 2013. Stundaði nám í Viðskiptafræði og Stjórnun (MBA) við International University of Monaco 2015-2016. Stunda núna diplómanám í Alþjóðasamskiptum í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Doktorspróf í Viðskiptafræði við International University of Monaco með vinnu. Starfa sem Skólastjóri á grunn – og framhaldsskólastigi í Listdansi hjá Listdansskóla Reykjanesbæjar. Á unga aldri starfaði ég sem blaðberi fyrir DV/Vísi og í frystihúsunum Sjöstjörnunni og Brynjólfi í Njarðvíkunum, einnig Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Starfaði sem danshöfundur og listdanskennari í Reykjavík í mörg ár, áður en ég flutti erlendis. Hef starfað sem sölufulltrúi fyrir hin ýmsu fyrirtæki í Los Angeles, 1996-1998. Umsjónaraðili lýðheilsu og sjálfboðaliði á Barnaspítala Los Angeles í Kaliforníu í hlutastarfi, fyrir Public Health Foundation og Los Angeles Family Aids Network, 1997-2004. Framkvæmdastjóri, Paramour Estate í Hollywod og rekið kvikmynda- og myndatökusvæði, einnig stýrt sérstakum viðburðum af mörgum stærðum, 1999 – 2002. Framkvæmdastjóri, Vocational Dance School, Santa Moncia, Kaliforníu, 2002 -2004. Skólastjóri og eigandi, Listdansskóli Reykjanesbæjar, Bryn Ballett Akademían, 2008 – núna. Alkemistinn, Lífrænar Húðverndunarvörur, Stjórnarformaður, 2012 – núna. Fulltrúi í Ferða-safna og menningarnefnd, Garði, 2015-2016.