Ásmundur Friðriksson

Ég er 5 barna og á 4 barnabörn. Hef víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Rak eigin fiskverkun í 18 ár, bæjarstjór og hef víða komið við sem forystumaður í félagsmálum innan íþróttahreyfingarinnar og Oddfellowreglunar.

  • Sækist eftir 1-2. sæti í Suðurkjördæmi
  • Starfsheiti: Alþingismaður
  • Vefsíða: http://asmundurf.is

Ég var aðeins 19 ára að aldri þegar ég var ráðinn verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun í Eyjum eftir gosið 1973. Ég hef því verið í stjórnunarstörfum í hart nær 40 ár. Ég tel að sú reynsla gagnist þingmanni vel og er góður undirbúningur fyrir fólk sem þarf að taka ákvarðanir.  Ég tel einnig að reynsla mín af félagsmálum og trúnaðarstörfum í íþóttahreyfingunni og frjálsum félagasamtökum sé reynsla sem komi mér vel í stafi þingmannsins og auki víðsýni og þekkingu. Ég hef frá árinu 1978 tekið þátt í pólitísku starfi, var formaður FUS Eyverja í 4 ár, í stjórn SUS í 4 ár, flokksráði og gengt fjölda trúnaðarstarfa á pólitískum vettvangi. Varabæjarfulltrúi í Eyjum og síðar bæjarstjóri í 4 ár hjá Sveitarfélaginu Garði. Ég hef verið þingmaður Suðurkjördæmis sl. 3 ár og gætt þess að standa með sannfæringu minni og hef þor til að ræða um erfiðu málin.