Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson situr í miðstjórn sem formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Birgir hefur langa reynslu af starfi úr stjórnmálum. Hann hefur setið sem alþingismaður frá árinu 2003. Fyrst fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður frá 2003 til 2013 og síðan árið 2013 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.

Birgir var 6. varaforseti Alþingis 2003–2005. 3. varaforseti Alþingis 2005–2007 og 2. varaforseti Alþingis 2016–2017. Hann hefur verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins síðan 2017.

Birgir var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík frá 1989 til 1991. Hann sat í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og í stúdentaráði HÍ 1989–1991. Í umhverfismálaráði Reykjavíkur og skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík 1990–1994. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1991–1993 og 1995–1997. Í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1989–1991 og Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, 1998–2000. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1993–2003. Í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla 1994–1999. Í Þingvallanefnd 2013–2017. Í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra 2005–2007 og 2013–2016.

Netfang: birgir@althingi.is