Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram að vera leiðandi í málefnum hinsegin fólks og vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum þess með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt. Kynvitund og kyngervi þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.
Byggir á ályktun allsherjar- og menntamálanefndar á 43. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2018