Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins er skipað breiðum hópi fólks úr atvinnulífi, sveitarstjórnum, SUS og úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Loftslagsráði er ætlað að fjalla um málaflokkinn þvert á málefnanefndir og að beina eftir atvikum tillögum til málefnanefnda, miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og til landsfundar. Skipunartími ráðsins er eitt ár.
Hér má finna umræðuþætti á vegum Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins. Í þáttunum eru loftslagsmálin krufin til mergjar með viðtölum við sérfræðinga sem og áhugamenn um málefnið. Markmiðið er að draga fram þær lausnir sem geta komið að notum í baráttunni við loftslagsvandann.
Umhverfis- og auðlindamál, sjá nánar hér.