TRYGG LANDAMÆRI ÖRUGGT SAMFÉLAG
MINNA RÍKI LÆGRI VEXTIR
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að tryggja stöðugleika, minni verðbólgu og lægri vexti. Drögum úr umfangi með ábyrgum ríkisrekstri og nauðsynlegum umbótum. Nýtum fjármuni af sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir.
FLEIRI ÍBÚÐIR LÆGRA ÍBÚÐAVERÐ
Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og ætlar að ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Það gagnast jafnt þeim sem vilja eiga og leigja. Jafnvægi á húsnæðismarkaði stuðlar auk þess að minni verðbólgu og lægri vöxtum.
LÆGRI SKATTAR LÉTTARI BYRÐAR
Sjálfstæðisflokkurinn vill létta undir með heimilum landsins. Við viljum minnka báknið, lækka skatta og skilja meira eftir í vösum fólks. Hjálpum fólki að hjálpa sér sjálft og styðjum þau sem þurfa á stuðningi að halda.
TRYGG LANDAMÆRI ÖRUGGT SAMFÉLAG
Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur tekist að ná stjórn á landamærunum. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað gríðarlega og brottvísunum fjölgað. Við munum tryggja áframhaldandi stjórn á landamærunum og auka öryggi fólks með öflugri löggæslu.
GRÆN ORKA MEIRI LÍFSGÆÐI
Sjálfstæðisflokkurinn mun stórauka græna orkuöflun og tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Íslensk græn orka er hornsteinn efnahagslegs árangurs íslensku þjóðarinnar. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt.
BETRI MENNTUN FLEIRI TÆKIFÆRI
Jöfn tækifæri allra eru forsenda framfara og velferðar. Þjóðir sem ná árangri í menntamálum búa við fleiri tækifæri og betri lífskjör. Þess vegna boðar Sjálfstæðisflokkurinn stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu.
ÖFLUGT HEILBRIGÐISKERFI NÝJAR LAUSNIR
Við viljum heilbrigðisþjónustu fyrir fólkið en ekki kerfið, þar sem þjónusta er veitt tímanlega og er aðgengileg öllum óháð efnahag. Sjálfstæðisflokkurinn vill aukna nýsköpun og fjölbreyttari rekstrarform sem stuðlar að betri þjónustu.
SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ STÖNDUM VÖRÐ UM FULLVELDIÐ
Sjálfstæðisflokkurinn vill verja fullveldi, sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og tryggja enn frekar efnahagslegt sjálfstæði landsins með frjálsum viðskiptum og greiðum aðgangi að alþjóðamörkuðum.
BLÓMLEGT ATVINNULÍF NÝSKÖPUNARLANDIÐ ÍSLAND
Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf að tryggja stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfalt regluverk.
GOTT AÐ ELDAST ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan þeirra. Leyfum þeim að vinna sem vilja og hafa heilsu til.
TRAUSTIR INNVIÐIR GREIÐAR SAMGÖNGUR
Traustir samgönguinnviðir eru undirstaða öflugs atvinnulífs og blómlegrar byggðar. Það er mikilvægt efnahags- og lífsgæðamál að tryggja greiðari samgöngur um allt land.
FJÖLSKYLDAN HORNSTEINN SAMFÉLAGSINS
Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róðurinn hjá barnafólki með stuðningi sem skiptir máli.
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
xd@xd.is
s. 515-1700