KOSNINGAÁHERSLUR

SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

MINNA RÍKI LÆGRI VEXTIR

FLEIRI ÍBÚÐIR LÆGRA ÍBÚÐAVERÐ

LÆGRI SKATTAR LÉTTARI BYRÐAR

TRYGG LANDAMÆRI ÖRUGGT SAMFÉLAG

GRÆN ORKA MEIRI LÍFSGÆÐI

BETRI MENNTUN FLEIRI TÆKIFÆRI

ÖFLUGT HEILBRIGÐISKERFI NÝJAR LAUSNIR

SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ STÖNDUM VÖRÐ UM FULLVELDIÐ

BLÓMLEGT ATVINNULÍF NÝSKÖPUNARLANDIÐ ÍSLAND

GOTT AÐ ELDAST ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD

TRAUSTIR INNVIÐIR GREIÐAR SAMGÖNGUR

FJÖLSKYLDAN HORNSTEINN SAMFÉLAGSINS

MINNA RÍKI LÆGRI VEXTIR

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að tryggja stöðugleika, minni verðbólgu og lægri vexti. Drögum úr umfangi með ábyrgum ríkisrekstri og nauðsynlegum umbótum. Nýtum fjármuni af sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir.

  • Fækkum ríkisstofnunum úr 160 í 100.
  • Minnkum ríkisútgjöld - tökum upp útgjaldareglu.
  • Seljum eignir ríkisins og greiðum niður skuldir.
  • Bjóðum út verkefni - ríkið þarf ekki að vinna öll verk.
  • Innleiðum nýsköpun í öllum ríkisrekstri.
  • Nýtum nýja tækni og gervigreind - bætum þjónustuna og hagræðum.
  • Breytum lögum um opinbera starfsmenn - tryggjum meiri sveigjanleika.
  • Sameinum úrskurðarnefndir - minni yfirbygging og minni kostnaður.

FLEIRI ÍBÚÐIR LÆGRA ÍBÚÐAVERÐ

Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og ætlar að ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Það gagnast jafnt þeim sem vilja eiga og leigja. Jafnvægi á húsnæðismarkaði stuðlar auk þess að minni verðbólgu og lægri vöxtum.

  • Brjótum nýtt land - skyldum sveitarfélög til að tryggja nægt framboð á lóðum í takt við fjölgun íbúa.
  • Lækkum byggingarkostnað - einföldum byggingarreglugerð og hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað.
  • Víkkum út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Skipulagslögum breytt og neitunarvald Reykjavíkurborgar fellt niður.
  • Gerum suðvesturhornið að einu atvinnusvæði með umfangsmikilli uppbyggingu samgönguinnviða.

LÆGRI SKATTAR LÉTTARI BYRÐAR

Sjálfstæðisflokkurinn vill létta undir með heimilum landsins. Við viljum minnka báknið, lækka skatta og skilja meira eftir í vösum fólks. Hjálpum fólki að hjálpa sér sjálft og styðjum þau sem þurfa á stuðningi að halda.

  • Afnemum stimpilgjald á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði.
  • Framlengjum skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hækkum fjárhæðarmörkin.
  • Léttum undir með barnafólki - 150 þúsund króna árlegur skattaafsláttur með hverju barni undir þriggja ára.
  • Leyfum foreldrum að færa allt að 2 milljónum króna af séreignarsparnaði inn á höfuðstól íbúðaláns eða séreignarsparnað barna skattfrjálst.
  • Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna.
  • Hækkum frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur - hættum að skattleggja verðbólgu.
  • Efsta þrep skattkerfisins miðist við tvöfaldar meðaltekjur.

TRYGG LANDAMÆRI ÖRUGGT SAMFÉLAG

Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur tekist að ná stjórn á landamærunum. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað gríðarlega og brottvísunum fjölgað. Við munum tryggja áframhaldandi stjórn á landamærunum og auka öryggi fólks með öflugri löggæslu.

  • Fjölgum um 200 í lögreglunni og í varasveit hennar.
  • Ráðumst í átak gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn.
  • Komum upp öruggum búsetuúrræðum og setjum upp greiningarmiðstöð á landamærunum.
  • Vísum þeim úr landi sem hlotið hafa alþjóðlega vernd og brjóta alvarlega af sér.
  • Snúum við öllum sem koma frá öruggum löndum innan sjö daga.
  • Aukum almannaöryggi með frekari breytingum á útlendinga- og lögreglulögum.

GRÆN ORKA MEIRI LÍFSGÆÐI

Sjálfstæðisflokkurinn mun stórauka græna orkuöflun og tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Íslensk græn orka er hornsteinn efnahagslegs árangurs íslensku þjóðarinnar. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. 

  • Endurskoðum rammaáætlun og einföldum leyfisveitingar.
  • Tryggjum raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja.
  • Stóraukum orkuöflun og flýtum uppbyggingu virkjanakosta.
  • Tryggjum að allir geti selt raforku inn á kerfið.
  • Flutningskerfið stórbætt.
  • Tryggjum jafnvægi milli nýtingar og náttúruverndar.

BETRI MENNTUN FLEIRI TÆKIFÆRI

Jöfn tækifæri allra eru forsenda framfara og velferðar. Þjóðir sem ná árangri í menntamálum búa við fleiri tækifæri og betri lífskjör. Þess vegna boðar Sjálfstæðisflokkurinn stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu.

  • Tökum upp samræmd próf á ný. Setjum skýr markmið um betri árangur í PISA og læsi. 
  • Innleiðum nýja og gagnlegri aðalnámskrá, stórbætum námsgögn og innleiðum nýsköpun með menntatækni og gervigreind. 
  • Tryggjum valfrelsi - fé fylgi nemanda óháð rekstrarformi. 
  • Færri og öflugri háskólar með gæði náms og þarfir nemenda í fyrirrúmi.
  • Smelltu hér til að sjá nánar um áherslur flokksins í menntamálum.

ÖFLUGT HEILBRIGÐISKERFI NÝJAR LAUSNIR

Við viljum heilbrigðisþjónustu fyrir fólkið en ekki kerfið, þar sem þjónusta er veitt tímanlega og er aðgengileg öllum óháð efnahag. Sjálfstæðisflokkurinn vill aukna nýsköpun og fjölbreyttari rekstrarform sem stuðlar að betri þjónustu. 

  • Eflum mannauðinn - fáum heilbrigðismenntað fólk aftur heim úr námi með skattaívilnunum.
  • Tryggjum aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu með einfaldara niðurgreiðslukerfi og tækninýjungum.
  • Innleiðum þjónustutryggingu - það skiptir ekki máli hver veitir þjónustuna heldur að hún sé góð og aðgengileg öllum óháð efnahag.
  • Klárum nýja Landspítalann.
  • Landspítalinn í Fossvogi verði öldrunarspítali.
  • Fjárhagslegir hvatar fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggð.
  • Eflum heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað.
  • Virkjum einstaklingsframtakið og nýsköpun í heilbrigðistækni.
  • Ráðumst í lýðheilsuátak og náum mælanlegum árangri.

SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ STÖNDUM VÖRÐ UM FULLVELDIÐ

Sjálfstæðisflokkurinn vill verja fullveldi, sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og tryggja enn frekar efnahagslegt sjálfstæði landsins með frjálsum viðskiptum og greiðum aðgangi að alþjóðamörkuðum.

  • Ísland utan ESB - eflum EES-samstarfið.
  • Fjölgum fríverslunarsamningum við önnur ríki.
  • Störfum áfram þétt með bandalagsþjóðum okkar í NATO. 
  • Verjum auðlindir og náttúru Íslands.

BLÓMLEGT ATVINNULÍF NÝSKÖPUNARLANDIÐ ÍSLAND

Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf að tryggja stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfalt regluverk. 

  • Afhúðum íslensk lög - engar heimatilbúnar hindranir.
  • Afnemum skyldu til jafnlaunavottunar.
  • Einföldum regluverk - ryðjum hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja.
  • Tryggjum áfram samkeppnishæfni nýsköpunar fyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. 
  • Virðum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt bænda - hvetjum til nýsköpunar og fjölbreytni. 
  • Tryggjum stöðugleika í framleiðslu íslenskra sjávarafurða.
  • Aukum gæði og tryggjum jákvæða upplifun ferðamanna - stýrum álagi og dreifum heimsóknum um landið allt.
  • Styrkjum stoðir menningar og skapandi greina og byggjum enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits.

GOTT AÐ ELDAST ÁHYGGJULAUST ÆVIKVÖLD

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan þeirra. Leyfum þeim að vinna sem vilja og hafa heilsu til. 

  • Afnemum stimpilgjald á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði.
  • Gerum starfslok sveigjanleg - starfslok miðist við áhuga og færni, ekki aldur.
  • Hækkum frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði - hjálpum fólki að hjálpa sér sjálft.
  • Gerum fólki kleift að búa lengur heima - fjölbreytt og sveigjanleg dagdvöl tryggir aukið öryggi og minni félagslega einangrun.
  • Unnið verði að því að draga úr skerðingum og hækka almennt frítekjumark ellilífeyris.

TRAUSTIR INNVIÐIR GREIÐAR SAMGÖNGUR

Traustir samgönguinnviðir eru undirstaða öflugs  atvinnulífs og blómlegrar byggðar. Það er mikilvægt efnahags- og lífsgæðamál að tryggja greiðari samgöngur um allt land. 

  • Hröðum endurbótum og uppbyggingu samgönguinnviða um allt land  - heimilum sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi.
  • Fjármögnum uppbyggingu samgöngumannvirkja með fjölbreyttum hætti og í samstarfi við einkaaðila.
  • Tryggjum fjölbreytta verðmætasköpun um allt land, allan ársins hring, með bættri vetrarþjónustu.
  • Gerum suðvesturhornið að einu atvinnusvæði með umfangsmikilli uppbyggingu samgönguinnviða.

FJÖLSKYLDAN HORNSTEINN SAMFÉLAGSINS

Það getur verið krefjandi að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að létta róðurinn hjá barnafólki með stuðningi sem skiptir máli.

  • Léttum undir með barnafólki - 150 þúsund króna árlegur skattaafsláttur með hverju barni undir þriggja ára.
  • Aukum stuðning við tæknifrjóvganir - forgangsröðum fjármunum og styðjum við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu.
  • Tryggjum að hækkun fæðingarorlofsgreiðslna skili sér til allra í fæðingarorlofi og aukum frelsi foreldra til ráðstöfunar á fæðingarorlofi.