Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson situr í miðstjórn sem ritari Sjálfstæðisflokksins.

Jón hefur langa reynslu af stjórnmálum. Hann var kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi árið 2019. Jón hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæi síðan 2007. Hann gegndi embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017. Hann er í dag formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Jón sat í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis 2007-2009 og 2009-2010, í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis 2007–2011, í viðskiptanefnd Alþingis 2007–2009, í umhverfisnefnd Alþingis 2009, í iðnaðarnefnd Alþingis 2010–2011, í atvinnuveganefnd Alþingis 2011–2016, þar af formaður 2013–2016, í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis 2016 og í umhverfis- og samgöngunefnd síðan 2017, þar af formaður síðan 2019. Þá sat hann í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2009, gegndi formennsku í Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2013–2016 og hefur setið í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES síðan 2017.

Jón sat í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1982–1984. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi 2003–2008.

Sjá nánar á vef Alþingis hér.