34 Akranes

34 Akranes

Skagamenn létu sitt ekki eftir liggja þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði á Akranesi í morgun, en húsfyllir var í Gamla Kaupfélaginu þar sem fundurinn var haldinn.

Ýmislegt brann á fundarmönnum en þeir áttu m.a. samtal við þingmenn um húsnæðismál, landbúnaðarmál, samgöngumál og skattamál. Að loknum kraftmiklum fundi ók þingflokkurinn fram hjá hæsta mannvirki Akraness og eins af táknum bæjarins, turni Sementsverksmiðjunnar, sem til stendur að jafna við jörðu í náinni framtíð.

DEILA
Fyrri grein33 Grindavík
Næsta grein35 Ólafsvík