Sigríður Á. Andersen hlýtur frelsisverðlaun SUS

Sam­band ungra sjálf­stæðismanna (SUS) hef­ur ákveðið að veita Sig­ríði And­er­sen, lög­manni og þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Al­menna bóka­fé­lag­inu Frelsis­verðlaun Kjart­ans Gunn­ars­son­ar árið 2016.

SUS hef­ur af­hent verðlaun­in á hverju ári frá ár­inu 2007. Þau hljóta einn ein­stak­ling­ur og einn lögaðili sem að mati stjórn­ar SUS hafa aukið veg frels­is­hug­sjón­ar­inn­ar á Íslandi.

Í til­kynn­ingu frá SUS seg­ir að Sig­ríður And­er­sen hljóti verðlaun­in fyr­ir ára­langa bar­áttu sína fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins til at­hafna og viðskipta. Hún hafi skrifað fjölda pistla og blaðagreina sem hafi haft góð áhrif á op­in­bera umræðu og hvatt til minni rík­is­af­skipta.

Hún tók sæti sem þingmaður á Alþingi 2015 og hafi síðan þá hvergi hvikað í bar­áttu sinni fyr­ir meira frelsi á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Hún sé öfl­ug­ur mál­svari frels­is­ins, óháð því hvort málstaður­inn telst vin­sæll eða óvin­sæll.

Al­menna bóka­fé­lagið hlýt­ur verðlaun­in fyr­ir út­gáfu bóka og rita sem gegna því hlut­verki að upp­lýsa og fræða fólk um hug­mynda­fræði frels­is­ins.

„Áhersla bóka­fé­lags­ins hef­ur frá fyrstu tíð verið sú að gefa út vandaðar bæk­ur á góðu máli. Hef­ur fé­lagið í því skyni látið þýða fjölda bóka og rita yfir á ís­lensku sem auðvelda les­end­um að afla sér þekk­ing­ar á sviði frels­is og sam­fé­lags­mála. Þá hef­ur fé­lagið einnig staðið fyr­ir út­gáfu bóka um ýmis álita­efni sam­tím­ans, svo sem Ices­a­ve-málið og búsáhalda­bylt­ing­una,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Verðlaun­in eru nefnd í höfuðið á Kjart­ani Gunn­ars­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins, til að heiðra það starf sem hann hef­ur skilað til þess að auka frelsi á Íslandi og bera út hug­mynd­ir frjáls­hyggj­unn­ar.

Fyrri verðlauna­haf­ar:

2007: Andri Snær Magna­son og And­ríki

2008: Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir og Viðskiptaráð Íslands

2009: Davíð Scheving Thor­steins­son og Hug­myndaráðuneytið

2010: Brynj­ar Niels­son og InD­efence

2011: Ragn­ar Árna­son og Advice

2012: Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son og AMX

2013: Gunn­laug­ur Jóns­son og Sam­tök­in ’78

2014: Pawel Bartoszek og Rann­sókn­ar­set­ur um ný­sköp­un og hag­vöxt, RNH

2015: Vil­hjálm­ur Árna­son og Viðskiptaráð Íslands