Framboð í stjórnir málefnanefnda

Á landsfundi eru stjórnir átta málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins kjörnar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Landsfundur flokksins kýs fimm manns í stjórn hverrar málefnanefndar. Formenn nefnda eru þeir sem flest atkvæði hljóta. Allir flokksmenn geta boðið sig fram, óháð því hvort þeir sitja landsfund.

Við hvetjum áhugasama eindregið til að bjóða sig fram með því að skrá framboð sitt hér fyrir 20. okt.

Hægt er að bjóða sig fram í eftirfarandi nefndir:

·        Allsherjar- og menntamálanefnd    

o  Nefndin fjallar m.a. um dóms- og löggæslu­­mál, mannréttinda­­mál, ríkis­borgara­­rétt, neytenda­­mál, málefni þjóð­kirkjunnar og annarra trú­félaga og jafnréttis­mál, svo og um mennta- og menn­ingar­­mál og vísinda- og tækni­mál.

·        Atvinnuveganefnd  

o  Nefndin fjallar m.a. um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt og einnig nýtingu auðlinda.

·        Efnahags- og viðskiptanefnd  

o  Nefndin fjallar m.a. um efna­­hags­­mál almennt, viðskipta­­­mál, þ.m.t. banka­­mál, fjármála­­­starfsemi og lífeyris­­­mál, svo og skatta- og tollamál.

·        Fjárlaganefnd

o  Nefndin fjallar m.a. um fjár­mál ríkis­ins, fjár­veit­ingar, eignir ríkis­ins, láns­heimildir og ríkis­ábyrgðir og lífeyris­skuld­bindingar ríkis­sjóðs.

·        Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

o  Nefndin fjallar m.a. um stjórnar­­skrár­­mál, mál­efni for­seta Íslands, Alþingis og stofn­ana þess, kosninga­­mál, málefni Stjórnar­­ráðsins og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. 

·        Umhverfis- og samgöngunefnd  

o  Nefndin fjallar um um­hverfis­mál, skipu­lags- og byggingar­mál og rann­sóknir, ráðgjöf, verndun og sjálf­bærni á sviði auðlinda­mála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um sam­göngu­mál, þ.m.t. framkvæmda­áætlanir, byggða­mál svo og málefni sveitar­stjórnar­stigsins og verka­skiptingu þess og ríkisins.

·        Utanríkismálanefnd

o  Nefndin fjallar um sam­skipti við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt. Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkis­mála­nefnd vera ríkis­stjórn­inni til ráðu­neytis um meiri háttar utanríkis­mál enda skal ríkis­stjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þing­tíma sem í þing­hléum.

·        Velferðarnefnd

o  Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyris­trygg­ingar, félags­þjónustu, mál­efni barna, mál­efni aldraðra og mál­efni fatlaðra, hús­næðis­mál, vinnu­markaðs­mál og heil­brigðis­þjónustu.

Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis.

Sjá nánar um nefndir í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins.