Á landsfundi eru stjórnir átta málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins kjörnar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Landsfundur flokksins kýs fimm manns í stjórn hverrar málefnanefndar. Formenn nefnda eru þeir sem flest atkvæði hljóta. Allir flokksmenn geta boðið sig fram, óháð því hvort þeir sitja landsfund.
Við hvetjum áhugasama eindregið til að bjóða sig fram með því að skrá framboð sitt hér fyrir 20. okt.
Hægt er að bjóða sig fram í eftirfarandi nefndir:
· Allsherjar- og menntamálanefnd
o Nefndin fjallar m.a. um dóms- og löggæslumál, mannréttindamál, ríkisborgararétt, neytendamál, málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og jafnréttismál, svo og um mennta- og menningarmál og vísinda- og tæknimál.
· Atvinnuveganefnd
o Nefndin fjallar m.a. um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun, atvinnumál almennt og einnig nýtingu auðlinda.
· Efnahags- og viðskiptanefnd
o Nefndin fjallar m.a. um efnahagsmál almennt, viðskiptamál, þ.m.t. bankamál, fjármálastarfsemi og lífeyrismál, svo og skatta- og tollamál.
· Fjárlaganefnd
o Nefndin fjallar m.a. um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs.
· Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
o Nefndin fjallar m.a. um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins.
· Umhverfis- og samgöngunefnd
o Nefndin fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og rannsóknir, ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um samgöngumál, þ.m.t. framkvæmdaáætlanir, byggðamál svo og málefni sveitarstjórnarstigsins og verkaskiptingu þess og ríkisins.
· Utanríkismálanefnd
o Nefndin fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum.
· Velferðarnefnd
o Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðra, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu.
Málefnanefndir eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan Alþingis.
Sjá nánar um nefndir í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins.