Ragnar Sigurðsson situr í miðstjórn sem kjörinn fulltrúi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ragnar er búsettur á Reyðarfirði með sambýliskonu sinni Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ragnar starfar sem framkvæmdastjóri Hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Hann hefur verið varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð frá árinu 2014 og setið í nefndum fyrir flokkinn í sveitarfélaginu. Ragnar hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum á Akureyri og í Hafnarfirði þegar hann hafði búsetu þar en hann er uppalinn í Hafnarfirði.
Ragnar hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og verið virkur í ýmis konar félagsstörfum. Hann var formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, á árunum 2000 – 2002, formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri frá 2007 – 2009 og formaður FSHA (félags stúdenta við Háskólann á Akureyri) frá 2008 – 2010. Þá gegndi hann formennsku í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá 2011- 2015. Ragnar var kosningastjóri Ólafar Nordal í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar 2007 og kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2013 og 2017.
Ragnar situr í stjórn atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins.
Netfang: raustehf@simnet.is