Ingvar P. Guðbjörnsson

Ingvar P. Guðbjörnsson situr í miðstjórn sem formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Ingvar hefur langa reynslu af stjórnmálum. Hann sat í sveitarstjórn Rangárþings ytra fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2002-2010 og 2011-2012 og starfaði sem aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 2013-2017.

Ingvar var formaður Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu á árunum 1998-2007. Sat í stjórn SUS 2001-2005. Hann hefur setið í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu frá árinu 1998, þar af formaður síðan 2015. Hann hefur setið í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi síðan 2009, þar af formaður síðan 2018. Ingvar hefur einnig setið í fjölmörgum öðrum nefndum og ráðum á vegum flokksins, m.a. í stjórn landbúnaðarnefndar, stjórn atvinnuveganefndar og stjórn umhverfis- og samgöngunefndar. Þá sat hann einnig í framtíðarnefnd flokksins.

Netfang: ingvarp@rang.is