Gísli Hauksson

Gísli Hauksson situr í miðstjórn sem formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins auk þess að sitja í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. Gísli hefur verið formaður fjármálaráðs síðan árið 2013.

Gísli er hagfræðingur að mennt og hefur í gegnum tíðina starfað við eignastýringu og fjárfestingar jafnt hér á landi sem og víða erlendis.

Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í rúmlega 20 ár og hefur meðal annars verið gjaldkeri Heimdallar, gjaldkeri Sambands Ungra Sjálfstæðismanna og stýrt Viðskiptanefnd á Landsfundi Sjálfstæðiðsflokksins. Gísli var annar stofnenda Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt og hefur verið stjórnarformaður þess frá stofnun árið 2012.

Í gegnum tíðina hefur Gísli í greinum og fyrirlestrum, jafnt hérlendis sem erlendis, fjallað ítarlega um íslenskt atvinnulíf, einkum málefni fasteignamarkaðar, orkuiðnaðar, ferðaþjónustu og ráðdeildar í ríkisrekstri.  Gísli hefur látið menningarmál sig miklu varða í gegnum árin og hefur komið að bókaútgáfu, myndlistarsýningum, stuðningi við sígilda tónlist og einstaka listamenn ofl.

Netfang: gisli@aegirinvest.is