Flokksráðsfundur 2019

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar laugardaginn 14. september 2019 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fer með æðsta vald í málefnum flokksins á milli landsfunda.

Kosning ritara

Á flokksráðsfundinum fór fram kjör á nýjum ritara flokksins. Allir fundarmenn voru í kjöri en tveir lýstu yfir framboði, þau Jón Gunnarsson alþingismaður og Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ.

Jón Gunnarsson var kjörinn ritari með 52,9% atkvæða. Áslaug Hulda Jónsdóttir hlaut 45,9% atkvæða. Aðrir hlutu færri atkvæði.

Hugveitur

Málefnastarf fundarsins fór fram í 20 hugveitum þar sem fundarmenn skiptu sér niður í anda hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ræddu mismunandi þemu í hverri hugveitu.

Stjórnmálaályktun

Stjórnmálanefnd starfaði og fundurinn afgreiddi stjórnmálaályktun sem finna má hér.

Dagskrá

Dagskrá fundarins má finna hér.

Sjallaball aldarinnar

Um kvöldið var haldið Sjallaball aldarinnar þar sem boðið var upp á veglegan standandi kvöldverð á Hilton Reykjavík Nordica. Hin goðsagnakennda hljómsveit Stjórnin lék fyrir dansi ásamt Skuggastjórninni sem í voru Bjarni Arason, Stefanía Svavars og Eyþór Arnalds. Bergur Ebbi skemmti fólki fyrir dansleik af sinni alkunnu snilld. Veislustjóri var Logi Bergmann Eiðsson.

Myndir frá flokksráðsfundi og Sjallaballi

Sjá myndir hér.

Myndirnar tók Haraldur Guðjónsson Thors.