Flokksráðsfundur

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er æðsta stofnun flokksins á milli landsfunda. Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins. Flokksráð hefur úrskurðarvald milli landsfunda um allt málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og ber að tryggja að öll starfsemi flokksins sé í samræmi við samþykktir hans, stefnuskrá og ályktanir landsfunda.

Í flokksráði eiga rúmlega 600 manns sæti. Formaður Sjálfstæðisflokksins er formaður flokksráðs. Auk hans eru sjálfkjörnir í flokksráði; varaformaður flokksins, ritari, miðstjórn, framkvæmdastjórn, fjármálaráð, upplýsinga- og fræðslunefnd, stjórn sveitarstjórnaráðs og fastráðnir starfsmenn flokksins í fullu starfi. Að auki formenn og meðstjórnendur málefnanefnda flokksins, Alþingismenn og frambjóðendur í aðalsætum á framboðslista flokksins við alþingiskosningar hverju sinni, sveitarstjórnarmenn og frambjóðendur í aðalsætum á framboðslista flokksins við sveitarstjórnarkosningar hverju sinni, stjórnir kjördæmisráða og fyrrverandi kjörnir alþingismenn flokksins. Þessu til viðbóta kjósa kjördæmisráð og sérsambönd innan flokksins fulltrúa í flokksráð. Sjá nánar hér.

Flokksráðsfundur 2019