Breytingartillögur á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins

Með bakgrunn í ákvörðun síðasta landsfundar skipaði miðstjórn framtíðarnefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins. Nefndinni ber að efna til umræðu, kalla eftir tillögum og sjónarmiðum flokksmanna, félaga og ráða.

Í ljósi þessa kallar nefndin nú eftir sjónarmiðum félagsmanna Sjálfstæðisflokksins um það hvort, og þá hverju, væri rétt að breyta í skipulagsreglum flokksins.  Framtíðarnefndin mun jafnframt skoða sérstaklega hvað í reglunum hefur hingað til reynst vel sem og hvað hefur reynst síður vel.

Nefndina skipa: Atli Kristjánsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Birgir Ármannsson, Dagur Ágústsson, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, Jónas Þór Guðmundsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir og Þórður Þórarinsson.

Nefndin hefur hafið störf og er áætlað að vinnu hennar ljúki í marsmánuði árið 2020. Nefndin mun fara yfir allar innsendar tillögur auk athugasemda og mun að lokinni greiningarvinnu leggja tillögur sínar um breytingar á skipulagsreglum fyrir miðstjórn.

Á næstu vikum munu fulltrúar nefndarinnar og einstök félög og ráð innan flokksins funda um allt land þar sem vinna nefndarinnar verður kynnt og flokksfólki gefst færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Fundirnir verða að jafnaði auglýstir á samfélagsmiðlum.

Það er von okkar að flokksmenn allir taki þátt í þessari vinnu til að sem bestur árangur fáist út úr endurskoðuninni.

Núgildandi skipulagsreglur má nálgast hér.

Breytingartillögur

Tvær leiðir eru til að skila inn breytingartillögum. Annars vegar rafrænt með rafrænum skilríkjum/Íslykli og hins vegar á þar til gerðu eyðublaði.

Skila þarf breytingartillögum fyrir 5. desember 2019.

Rafrænt form með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, sjá nánar hér

Skriflegar tillögur sendar í bréfpósti:

  • Hér er eyðublað sem hægt er að fylla út til þess að skila inn tillögum að breytingum á skipulagsrelgum Sjálfstæðisflokksins. Eyðublaðið sendist á: Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík merkt "skipulagsreglur".