Hringferð þingflokks

 

Þriðja hringferðin á tveimur árum þar sem við hittumst á þínum heimavelli og ræðum það sem skiptir máli.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða á hringferð um landið næstu vikur og mánuði. Fundað verður í öllum landsfjórðungum með heimamönnum á hverjum stað ásamt því sem farið verður í vinnustaðaheimsóknir. Þar gefst fólki einstakt tækifæri til að hitta alla þingmenn flokksins og ræða það sem skiptir máli.

Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi, halda fundi og heimsækja vinnustaði. Hægt er að fylgjast með dagskrá ferðarinnar hér á síðunni ásamt því sem myndum og fréttum úr ferðinni verður deilt á fréttaveitu xd.isFacebookInstagram og Twitter.

Við hlökkum til að sjá þig.

Næst á dagskrá

Vegna COVID-19 veirunnar og samkomubanns í landinu er öllum viðburðum hringferðar sem eftir eru frestað um óákveðinn tíma.