Dagskrá 18. ágúst - Reykjavíkurkjördæmi

Dagskrá 18. ágúst – Reykjavíkurkjördæmi

Þann 18. ágúst nk. mun sjálfstæðisfólk ganga um Reykjavík í einn klukkutíma milli kl. 12:00 og 13:00 í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Allir sem mæta fá merktan vatnsbrúsa og buff frá flokknum

Gengið verður frá Rafstöðvarheimilinu í Elliðaárdal í gegnum Elliðaárdalinn og Laugardalinn og endað í Valhöll (Háaleitisbraut 1). Lagt verður af stað frá Rafstöðvarheimilinu kl. 12:00 og er fólk því hvatt til að mæta þangað eigi síðar en kl. 11:50.

Rúta leggur af stað frá Valhöll fyrir þá sem vilja fremur leggja bílum sínum þar kl. 11:45.

Um er að ræða létta og þægilega göngu sem hentar fólki á öllum aldri, þannig að öll fjölskyldan getur tekið þátt. Að göngunni lokinni mun svo Vörður, í samstarfi við hverfafélögin í Reykjavík, halda grillveislu fyrir utan Valhöll.

Hægt er að nálgast nákvæmt kort af göngunni í Google Maps – hér.

Allir velkomnir.

Sjáumst sem flest þann 18. ágúst.

DEILA
Fyrri greinAfmælisár Sjálfstæðisflokksins
Næsta greinDagskrá 18. ágúst – Norðvesturkjördæmi