Dagskrá 18. ágúst - Suðurkjördæmi

Dagskrá 18. ágúst – Suðurkjördæmi

Grindavík

Gengið verður frá sjálfstæðishúsinu, Víkurbraut 25 frá kl. 12 til 13 og endað aftur við sjálfstæðishúsið þar sem grillaðar verða pylsur ofan í mannskapinn. Allir velkomnir.

Hella

Gengið verður frá planinu austan við Stracta hótel á Hellu undir leiðsögn Ernu Sigurðardóttur niður að Ægissíðufossi og upp með Ytri-Rangá.

Gangan endar við Villt og alið á Hellu um kl. 13:00 þar sem boðið verður upp á grillaða hamborgara og pylsur.

Hveragerði

Lagt verður af stað frá Lystigarðinum kl. 12:00 og gengið saman léttan og skemmtilegan hring um bæinn  og endað í góðum veitingum í húsi sjálfstæðismanna að Austurmörk 2.

Merktir vatnsbrúsar frá flokknum verða í boði á meðan birgðir endast. Allir velkomnir!

Höfn

Gengið verður um bæinn og hefst gangan kl. 11 frá Sjálfstæðishúsinu og lýkur kl. 12 á sama stað þar sem boðið verður upp á grillmat. Allir velkomnir.

Kirkjubæjarklaustur

Gengið verður um Ástarbrautina kl. 12:00. Gangan byrjar og endar við ærslabelginn á lóð Kirkjubæjarskóla. Þar ætlum við svo að grilla og skemmta okkur saman í lok göngu.

Reykjanesbær

Gengið verður um gamla bæinn í Keflavík lagt af stað frá Duus kl. 12:00 og endað aftur við Kaffi Duus í létt úti-yoga undir leiðsögn Önnu Siggu.

Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti á kaffi Duus eftir gönguna fyrir sanngjarnt verð.

Selfoss

Gengið verður um gamla bæinn á Selfossi undir leiðsögn Kjartans Björnssonar bæjarfulltrúa. Gangan hefst kl. 12:00 og gengið verður frá Óðinsvéum, félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins Óðins, Austurvegi 6 á Selfossi. Gengið verður í um klukkustund og boðið upp á kaffi á eftir.

Vestmannaeyjar

Í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins efnir fulltrúaráðið í Vestmannaeyjum til sögugöngu um Vestmannaeyjabæ undir leiðsögn Arnars Sigurmundssonar.

Gangan hefst kl. 12:00 við Ásgarð. Gengið gerður um bæinn undir leiðsögn Arnars og endað aftur við Ásgarð.

Kl. 13:00 Grill – pylsur og með því, gos og kaffi. Tónlistaratriði. Áætlað að dagskrá ljúki kl. 15:00.

 

DEILA
Fyrri greinDagskrá 18. ágúst – Norðausturkjördæmi
Næsta greinDagskrá 18. ágúst – Suðvesturkjördæmi