Dagskrá 18. ágúst - Norðvesturkjördæmi

Dagskrá 18. ágúst – Norðvesturkjördæmi

Akranes

17. ágúst

  • Bjórkvöld í tilefni 90 ára afmæli flokksins í frístundamiðstöðunni við golfvöllinn og hefst kl. 20:30

18. ágúst

  • Kl. 12:00 – Ganga, lagt af stað frá Garðalundi
  • Kl. 13:00 – Grill og skemmtun í Garðalundi

Borgarbyggð

Gengið verður um Hvanneyri og hefst gangan kl. 12:00. Í lok göngu verður boðið uppá veitingar.

Ísafjörður

Gengið verður frá bílastæðinu við tjaldstæðið í Tungudal kl. 12:00 sunnudaginn 18. ágúst í fylgd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Gengin verður þægileg leið um Tungudalinn og komið aftur að tjaldstæðinu um kl. 13:00 þar sem boðið verður upp á grillaða hamborgar fyrir þátttakendur.

Allir velkomnir.

Sauðárkrókur

Gengið verður frá heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kl. 12 upp Litla skóg og upp á Nafir, niður Kirkjustíg, Suðurgötu og aftur að heimavist þar sem  í boði​ verða grillaðar pylsur og svali. 

Ganga fyrir alla og allir velkomnir.

Stykkishólmur

Safnast verður saman við Eldfjallasafnið kl. 11 og gengið um bæinn undir leiðsögn. Staldrað verður við nokkur kennileiti og farið yfir sögu þeirra.

Í lok göngu verður boðið upp á kaffi í Freyjulundi.

Allir velkomnir.

DEILA
Fyrri greinDagskrá 18. ágúst – Reykjavíkurkjördæmi
Næsta greinDagskrá 18. ágúst – Norðausturkjördæmi