Dagskrá 18. ágúst - Norðausturkjördæmi

Dagskrá 18. ágúst – Norðausturkjördæmi

Aðaldalur

Gengið verður um Geitafellshnjúk í Aðaldal og hefst gangan kl. 12:00 við Kísilveginn. Gengið verður í um klukkustund.

Allir velkomnir.

Akureyri

Gönguferð í Kjarnaskógi. Trjálundur sem eldri flokksmenn gróðursettu í Naustaborgum skoðaður. Á eftir verður grillað á svæðinu við blakvellina. Þar eru leiktæki fyrir börnin. Gangan hefst kl. 12:00 og grillað verður um kl. 13:00.

Grenivík

Gengið verður um Þengilshöfða við Grenivík og hefst gangan kl. 12:00 frá Kontornum og verður gengið í um klukkustund.

Allir velkomnir.

Fljótsdalshérað

Gengið verður að Fardagafossi frá bílastæðinu neðst í Fjarðarheiði. Lagt af stað kl. 10. Að ferð lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Mývatnssveit

Gengið verður á Hverfjall í Mývatnssveit og hefst gangan kl. 12:00 frá bílastæðinu við Hverfjall og verður gengið í um klukkustund.

Allir velkomnir.

DEILA
Fyrri greinDagskrá 18. ágúst – Norðvesturkjördæmi
Næsta greinDagskrá 18. ágúst – Suðurkjördæmi