Afmælisár flokksins

Afmælisár flokksins

Hinn 25. maí fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 90 ára afmæli sínu, en flokkurinn var stofnaður með sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins þann dag árið 1929. Allar götur síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið eitt stærsta umbótaaflið í íslensku samfélagi.

Í tilefni af þessu skipaði miðstjórn Sjálfstæðisflokksins afmælisnefnd sem nú hefur sett upp dagskrá næstu mánuði til að halda upp á tímamótin. Í nefndinni eiga sæti; Halldór Blöndal, Kjartan Gunnarsson, Sólveig Pétursdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Birgir Ármannsson, Sigríður Svavarsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Davíð Snær Jónsson.

Flokksráðsfundur og Sjallaball aldarinnar

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar laugardaginn 14. september 2019 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fer með æðsta vald í málefnum flokksins á milli landsfunda.

Um kvöldið var haldið Sjallaball aldarinnar þar sem boðið var upp á veglegan standandi kvöldverð á Hilton Reykjavík Nordica. Hin goðsagnakennda hljómsveit Stjórnin lék fyrir dansi ásamt Skuggastjórninni sem í voru Bjarni Arason, Stefanía Svavars og Eyþór Arnalds. Bergur Ebbi skemmti fólki fyrir dansleik af sinni alkunnu snilld. Veislustjóri var Logi Bergmann Eiðsson.

Sjá nánar hér. 

Gengið um allt land 

Hinn 18. ágúst gékk sjálfstæðisfólk samanlagt rúmlega tvær milljónir skrefa í gær á tuttugu stöðum um land allt í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Það samsvarar því að flokksmenn hafi gengið rúmlega hringinn í kringum landið (á þjóðvegi 1).

Göngurnar voru skipulagðar af heimafólki á hverjum stað og hittist fólk á eftir og gæddi sér á veitingum. Myndaðist mjög góð stemning í kringum viðburðina líkt og alla jafnan þegar sjálfstæðisfólk hittist og gerir sér glaðan dag. Allir þeir sem mættu voru leystir út með vatnsbrúsa merktum flokknum að hátíð lokinni sem vöktu mikla lukku.

Sjá nánar hér. 

Afmælisfögnuður um allt land 25. maí

Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu hinn 25. maí en flokkurinn var stofnaður á þeim degi árið 1929, við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins.

Þessum tímamótum var fagnað með hátíðardagskrá félaga Sjálfstæðisflokksins um land allt, meðal annars í Valhöll þar sem um 600 manns tóku þátt í fjölskylduhátíð í tilefni dagsins.

Sjá nánar hér. 

DEILA
Næsta greinFlokksráðs- og formannafundur 2019