8. sæti Sigrún Hólm Þórleifsdóttir

Sigrún er fædd og uppalinn Egilsstaðabúi og vil hvergi annarstaðar vera. Hún er fædd þann 21. október 1983. Sigrún sleit barnskónum í Grunnskóla Egilsstaða og fór svo eftir útskrift í 10. bekk beint í Menntaskólann á Egilsstöðum og útskrifaðist.

Eftir útskrift úr M.E. fluttist Sigrún suður til Reykjavíkur og nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hugurinn leitaði aftur austur aðeins örfáum mánuðum síðar og kláraði hún B.S. í viðskiptafræði árið 2008 í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri. Eftir útskrift var Sigrún fastráðin til starfa hjá KHB Kaupfélagi Héraðsbúaþar þar sem hún síðar tók við starfi skrifstofustjóra.
Árið 2011 útskrifaðist Sigrún með kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri og í kjölfarið réð hún sig til starfa hjá N1 Egilsstöðum sem stöðvarstjóri og sinnti daglegum rekstri þess til 2018 með smá viðkomu í Menntaskólann á Egilsstöðum þar sem hún starfaði sem kennari. Á þessum tíma tók Sigrún einnig þátt í stofnun Þjónustusamfélagsins á Héraði og var hún stjórnarformaður fyrstu 3 ár hjá samtökunum.
Árið 2017 kláraði Sigrún MS próf í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst en árið 2018 hóf hún störf hjá INNI fasteignasölu á Egilsstöðum lauk námi í löggildingu fasteigna-og skipasala hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 2020.
Ný og spennandi tækifæri banka reglulega uppá hjá þessari orkumiklu konu en Sigrún mun hefja störf hjá nýju sameinuðu sveitarfélagi sem verkefnisstjóri mannauðs núna í haust.

Sigrún bauð sig fram til sveitarstjórnar á Fljótsdalshéraði í síðustu kosningum sem óháð með Sjálfstæðisflokk og hefur starfað í atvinnu-og menningarnefnd, varamaður í fræðslunefnd og formaður jafnréttisnefndar Fljótsdalshéraðs. Þá er Sigrún einnig varabæjarfulltrúi.

Sigrún er í sambúð með Gissuri Frey Þóroddssyni sjómanni hjá Eskju hf og eiga þau 2 syni, Hilmi 14 ára og Þórleif 10 ára. Foreldrar Sigrúnar eru Guðrún Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Sjóvá Egilsstöðum, og Þórleifur Hólm Guðmundsson símsmiður hjá Rafey Egilsstöðum.

Sigrún Hólm skipar 8. sæti á lista okkar sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi.