6. sæti Oddný Björk Daníelsdóttir

Oddný Björk Daníelsdóttir fæddist í Reykjavík þann 19. júlí 1986 og ólst uppí Árbænum. Hún er yngst þriggja systkina. Hún útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2006 en síðsumars sama ár fékk hún boð um að koma og vinna tímabundið á Skálanessetri í Seyðisfirði. Án þess að hugsa sig um stökk hún á tækifærið og það sem átti að vera þriggja vikna dvöl varð að ársdvöl. Fram að hausti 2013 bjó Oddný á Seyðisfirði flest öll sumur en það ár keypti hún hluta í húsinu Garði á Seyðisfirði og hefur haft fasta búsetu á Seyðisfirði alla daga síðan. Hún er í sambúð með Sveini Ágústi Þórssyni, blikksmiði og eiga þau eina dóttur saman.

Oddný hóf B.A. nám með listfræði sem aðalfag og bókmenntafræði sem aukafag við Háskóla Íslands haustið 2007 og útskrifaðist vorið 2011. Oddný hóf meistaranám í listfræði við sama skóla haustið 2013 en hefur verið í námsleyfi undanfarin ár.

Síðustu árin hefur Oddný starfað sem rekstarstjóri Skálanesseturs og einnig tekið að sér ýmis verkefni í verktöku, þ.m.t. uppsetning sýninga, sýngastjórnun, fræðsluverkefni og bókhaldsvinnu, fyrir Skaftfell – Myndlistarmiðstöð Austurlands. Meðfram háskólanámi rak Oddný, í samstarfi við aðra, Artíma Gallerí, sýningarými listfræðinema við Háskóla Íslands. Í gegnum tíðina hefur hún unnið við umönnun eldri borgara, þjónustustörf, þrif og garðyrkju svo eitthvað sé talið upp.

Oddný hefur verið bæjarfulltrúi á Seyðisfirði síðan vorið 2018, og einnig setið í ferða- og menningarnefnd annarsvegar og hinsvegar í hafnarmálaráði. Einnig er hún varamaður í bæjarráði. Oddný situr í stjórn Skaftfells – Myndlistarmiðstöðvar Austurlands fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar en hún sat líka í fagráði Skaftfells fyrir hönd Listfræðifélags Íslands á árunum 2017 – 2019.

Oddný skipar 6. sæti á lista okkar sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi.