5. sæti Guðný Margrét Hjaltadóttir

Guðný Margrét Hjaltadóttir er 53ja ára, fædd og uppalin á Djúpavogi en flutti í Egilsstaði 1991 eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá M.H. Guðný vann fyrstu árin á Egilsstöðum í Hótel Valaskjálf en síðan fyrir Flugfélag Austurlands og seinna hjá Flugleiðum eins og Air Iceland Connect hét þá.

Eiginmaður Guðnýjar er Þröstur Stefánsson og saman reka þau fyrirtækið Þ.S. Verktakar á Egilsstöðum. Frá árinu 1998 hefur Guðný eingöngu unnið við rekstur fyrirtækisins.
Guðný og Þröstur eiga saman 4 börn: Kristjönu Hvönn, 27 ára, ferðamálafræðing, búsett á Egilsstöðum, Fjölni, 24 ára, nemi í viðskipta- og tölvunarfræði í HR og tvíburana Einar Pál og Signýju, 22 ára. Einar Páll stundar nám í fjármálaverkfræði við HR en Signý býr á Egilsstöðum og vinnur á leikskóla. Fyrir átti Þröstur Gunnar Frey, véla- og orkutæknifræðing, 43 árs. Gunnar Freyr er kvæntur Unni Sigurðardóttur vélfræðingi og eiga þau 3 dætur, Brynju Nótt 12 ára, Klöru Hvönn 9 ára og Sólbjörtu Sölku 5 ára.

Guðný hefur í gegnum árin unnið mikið sjálfboðaliðastarf hjá íþróttafélögum. Hún var gjaldkeri og síðar formaður Skíðafélagsins í Stafdal og var um nokkurra ára skeið gjaldkeri fyrir yngri flokka körfuknattleiksdeildar Hattar.

Guðný lauk námi í viðskiptafræði frá HA vorið 2017.

Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 tók Guðný fyrst sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, 11.sæti og var varamaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Áhugamál hennar eru ferðalög og útivist, t.d. skíðaiðkun og gönguferðir.

Guðný skipar 5. sæti á lista okkar sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi.