Vorferð SES

5. maí 2025

'}}

Þriðjudaginn 13. maí heldur SES í árlega vorferð sína.  Vorferðin er í senn skemmti- og fræðsluferð, en að þessu sinni verður haldið til Akraness.

Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 10:30

Heimkoma til Valhallar er áætluð kl. 16-17

Á Akranesi tekur Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og fyrrverandi alþingismaður á móti hópnum og kynnir það sem efst er á baugi í framfarabænum Akranesi.

Hádegisverður, heiðursgestur verður Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness og fyrrverandi alþingismaður.

Eftir hádegisverð verður haldið niður á Breið þar sem áhugaverð starfsemi er skoðuð. Gísli Gíslason fyrrverandi bæjarstjóri leiðir hópinn um svæðið og fer yfir uppbyggingu svæðisins.

Þaðan er haldið niður að Akranesvita en þaðan sem er frábært útsýni yfir Faxaflóa.

Léttar veitingar verða í boði í rútunni.

Ferðin kostar einungis 4.000 kr. en ofan á það bætist 1.500 kr. fyrir súpu í hádeginu. Alls 5.500 kr.

Greiðið hér, greiðsla jafngildir staðfestingu á þátttöku https://greidslusida.valitor.is/Tengill/cd3di6