Enduruppgötvun gömlu stjórnarandstöðunnar á afmælinu mínu
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður:

Und­ir­rituð fékk nýja rík­is­stjórn í af­mæl­is­gjöf 21. des­em­ber síðastliðinn. Ein­hverj­um þótti til­efni til að grín­ast um það við mig. Það er klár­lega ým­is­legt í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sem hljóm­ar vel. Lín­ur eins og „styrk stjórn á fjár­mál­um rík­is­ins“, „auk­in verðmæta­sköp­un“ og „ein­fald­ari stjórn­sýsla og hagræðing í rík­is­rekstri“ virðast tekn­ar úr aug­lýs­ing­um frá Sjálf­stæðis­flokkn­um. Enda liggja ræt­ur fjöl­margra forkólfa rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar. Sé bet­ur að gáð er yf­ir­lýs­ing­in að mestu slík­ar lín­ur; fras­ar sem ríma vel við hversu skamm­an tíma tók að koma stjórn­inni sam­an. Hópi fólks sem talaði með ger­ólík­um hætti í ný­af­staðinni kosn­inga­bar­áttu. Auðvitað er ástæða til að vona það besta, að glæ­ný­ir ráðherra standi við fög­ur fyr­ir­heit, m.a. um að hækka ekki skatta.

Við sem tók­umst á við þetta sama fólk á ný­af­stöðnu þingi höf­um þó efa­semd­ir af feng­inni reynslu. Við tengj­um ekki orð og frasa eins og „ein­fald­ari stjórn­sýslu“, „hagræðingu“ og „stöðvun halla­rekst­urs“ við mál­flutn­ing þess og fram­göngu.

Und­ir­rituð lagði fram fjöl­mörg þing­mál á sínu fyrsta kjör­tíma­bili tengd ein­fald­ari og betri stjórn­sýslu og hagræðingu til að stuðla að betri rík­is­fjár­mál­um. Til upp­rifj­un­ar reifa ég þau nokk­ur þeirra hér.

Fyrst má nefna þing­mál sem tengj­ast op­in­beru starfs­manna­haldi. Op­in­ber­um starfs­mönn­um hef­ur enda fjölgað gríðarlega og er full ástæða til að end­ur­skoða úr­elda lög­gjöf um rík­is­starfs­menn til að auka hag­kvæmni í rík­is­rekstri og stuðla að bættri þjón­ustu hins op­in­bera. Sam­fylk­ing­in mót­mælti til­lög­um um end­ur­skoðun kröft­ug­lega og hafði þung­ar áhyggj­ur af því að breyt­ing­ar á lög­un­um myndu „skerða rétt­indi og starfs­ör­yggi rík­is­starfs­manna.“ Þar lágu áhyggj­urn­ar.

Næst má nefna þing­mál sem tengj­ast op­in­ber­um fjár­fram­lög­um til stjórn­mála­flokka sem hafa marg­fald­ast frá regl­um um þau frá ár­inu 2006. Und­ir­rituð hef­ur bent á að stjórn­mála­flokk­ar hafi í raun verið rík­i­s­vædd­ir og að fram­lög­in ætti að lækka, auk þess sem hækka ætti skil­yrði um lág­marks­at­kvæðafjölda stjórn­mála­sam­taka sem fengið geta út­hlutað fé úr rík­is­sjóði. Það er enda ólýðræðis­legt að út­hluta háum fjár­mun­um frá skatt­greiðend­um í þágu stjórn­mála­starf­semi og hug­mynda­fræði sem þeir hafa hafnað í lýðræðis­leg­um kosn­ing­um. Þess­um til­lög­um mót­mæltu full­trú­ar Flokks fólks­ins harðlega, og full­trú­ar Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar lýstu sömu­leiðis yfir mikl­um efa­semd­um.

Jafn­launa­vott­un Viðreisn­ar er kostnaðarsam­ur baggi á at­vinnu­líf­inu og op­in­ber­um stofn­un­um sem skil­ar eng­um mark­tæk­um ár­angri. Þessi stimp­ill frá rík­inu um að allt sé upp á tíu í jafn­launa­mál­um veld­ur miklu frem­ur skaða eins og reynsl­an hef­ur sýnt. Skemmst er frá því að segja að þing­mál und­ir­ritaðrar um að þessi dyggðaskreyt­ing verði val­kvæð hef­ur ekki vakið mikla lukku hjá þing­mönn­um Viðreisn­ar.

Und­ir­rituð hef­ur lagt fram þing­mál sem tengj­ast al­mennt verklagi varðandi svo­kallaða gull­húðun; að ekki sé gengið lengra en nauðsyn­legt er til að full­nægja þjóðrétt­ar­leg­um skuld­bind­ing­um sem leiðir af EES-samn­ingn­um, nema sér­stak­ar ástæður standi til þess. Sömu­leiðis sér­stök þing­mál, m.a. varðandi ein­föld­un árs­reikn­inga og reikn­ings­skila í því skyni að afhúða slíka gull­húðun. Ekki varð vart við ríf­andi und­ir­tekt­ir þing­manna nýju stjórn­ar­inn­ar, sem hafa sett önn­ur mál í for­gang.

Í umræðum um fjár­mála­áætl­un og fjár­lög hafa full­trú­ar nýju stjórn­ar­flokk­anna sann­ar­lega ekki drekkt þing­inu í hagræðing­ar­til­lög­um. Þeir voru öllu held­ur sam­stiga í enda­lausu út­gjalda­suði og gagn­rýni á það aðhald sem þó var sýnt. Það verður því fróðlegt að fylgj­ast með þeim „ein­falda og hagræða“ og óska ég þeim velfarnaðar varðandi þau mark­mið.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. janúar 2025.