Bjarni yfirgefur stjórnmálin
'}}

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun ekki gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Jafnframt mun Bjarni ekki taka sæti á þingi þegar það kemur saman.

Þessa ákvörðun sína tilkynnti Bjarni þingflokki Sjálfstæðisflokksins hinn 6. janúar og almenningi öllum með færslu á samfélagsmiðlinum Facebook hinn sama dag.

Bjarni hefur verið þingmaður Suðvesturkjördæmi frá árinu 2003 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009.  Aðeins einn maður, Ólafur Thors, hefur setið lengur á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum en Bjarni.

Færslu Bjarna á facebook má nálgast hér.