Sammála um að efla áfram samstarf ríkjanna
'}}

„Það kom skýrt fram á fund­in­um að ör­yggi Evr­ópu er samofið ör­yggi Úkraínu og því hvernig þeim reiðir af í bar­átt­unni við inn­rás­ar­her Rúss­lands. Það þarf að skoða stuðning­inn við varn­ar­bar­áttu þeirra í þessu ljósi og horfa til þess hvaða for­dæmi við setj­um til framtíðar,” segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sem sótti fund leiðtoga Sam­eig­in­legu viðbrags­sveit­ar­inn­ar (JEF) í vik­unni.

Á fundinum var rætt um þróun öryggismála í Evrópu, aukið samstarf JEF-ríkjanna og varnarstuðning við Úkraínu.

Volodím­ir Selenskí for­seti Úkraínu ávarpaði fund­ar­gesti í gegn­um fjar­funda­búnað þar sem stríðið í Úkraínu var til umræðu og hvernig hægt væri með skil­virk­um hætti að tryggja inn­leiðingu og eft­ir­lit á þving­un­araðgerðum gegn Rússlandi.

Leiðtogarnir voru sammála um að halda áfram að efla varnir, viðbragðsgetu og samstarf ríkjanna á sviði varnarmála.

Sjá nánar tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins hér.