Vel var mætt á sameiginlegan aðalfund Málfundafélagsins Óðins og Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sem haldinn var á Hótel Holti í gær.
Nýjar stjórnir voru kjörnar sem og nokkrar breytingar gerðar á lögum Óðins sem flestar lutu að því að færa lög félagsins nær tíðaranda nútímans.
Stjórn Óðins
Í stjórn Óðins sitja áfram Birna Hafstein, formaður, Auður Björk Guðmundsdóttir, Hildur Hauksdóttir, Guðný Halldórsdóttir og Þorvaldur Birgisson.
Sigurður Örn Hilmarsson, Egill Trausti Ómarsson, Tómas Þór Þórðarson og Ólöf Skaftadóttir koma ný ínn í stjórn.
Stjórn Hvatar
Í stjórn Hvatar sitja áfram Andrea Sigurðardóttir, formaður, Ágústa Guðmundsdóttir, Bryndís Ýr Pétursdóttir og Hlíf Sturludóttir.
Anna Fríða Ingvarsdóttir, Birna Bragadóttir og Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir koma nýjar inn í stjórn, auk þess sem allar í varastjórn eru nýjar, en það eru þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Guðný Halldórsdóttir og Steinunn Sveinsdóttir.
Nýkjörnar stjórnir beggja félaga þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum störf sín í þágu félaganna.
Jólastund við arineld
Eftir að formlegum aðalfundarstörfum lauk tók við jólastund í betri stofu Holtsins, við arineld. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra var gestur fundarins og hélt kraftmikið erindi um stöðu stjórnmálanna og verkefnin fram undan.
Stjórnir beggja félaga þakka öllum fyrir komuna í gær, senda hlýjar jólakveðjur og við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.