Kjósum Sjálfstæðisflokkinn!
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksinns í Reykjavík norður:

Í dag ganga Íslend­ing­ar að kjör­borðinu og taka ákvörðun um hverj­um er best treyst­andi til að móta framtíð lands­ins og fara með stjórn­artaum­ana næstu fjög­ur árin. Eng­inn skort­ur hef­ur verið á flókn­um úr­lausn­ar­efn­um á und­an­förn­um árum og næg­ir þar að nefna heims­far­ald­ur og eld­ana á Reykja­nesskaga. Þess­um áföll­um hafa fylgt áskor­an­ir í efna­hags­mál­um sem við Sjálf­stæðis­menn höf­um mætt af full­um þunga. Árang­ur ábyrgr­ar efna­hags­stjórn­ar sést vel nú þegar verðbólga lækk­ar hratt og vaxta­lækk­un­ar­ferli er hafið. Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins grund­vall­ast ein­mitt á stöðug­leika með skýrri framtíðar­sýn fyr­ir alla sem landið byggja.

Við búum við vel­sæld og erum rík af auðlind­um. Hag­sæld okk­ar í framtíðinni mun byggj­ast á traustri hag­stjórn, trygg­um landa­mær­um og skyn­sam­legri nýt­ingu auðlinda. Ég full­yrði að eng­inn flokk­ur hef­ur skýr­ari stefnu í þeim efn­um en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

Góð kosn­ing Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag trygg­ir lands­mönn­um framtíð sem reist er á sjálf­stæði lands­ins og þjóðarstolti sam­hliða trygg­um viðskipta­samn­ing­um sem veita ís­lensk­um vör­um aðgang að mörkuðum um all­an heim.

Ég skora á þig kjós­andi góður að velja ein­stak­lings­frelsi og at­vinnu­frelsi, trygg landa­mæri, skyn­sama auðlinda­nýt­ingu og ör­ygg­is­net fyr­ir þá sem þurfa á því að halda. Það ger­ir þú með því að setja x við D í dag.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember 2024.