Lífsgæði á efri árum
'}}

Sig­urður Ágúst Sig­urðsson formaður Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík suður:

Á annað þúsund ein­stak­ling­ar í hópi eldri borg­ara á Íslandi búa við slæm kjör og í raun mætti segja að hluti þessi hóps byggi við fá­tækt­ar­mörk. Það er óboðleg staða í því vel­ferðarsam­fé­lagi sem við búum í. Við eig­um að gera bet­ur.

Á laug­ar­dag verður gengið til kosn­inga. Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins í mál­efn­um aldraðra er skýr. Við ætl­um m.a. að:

Hækka frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is al­manna­trygg­inga vegna at­vinnu­tekna í 350 þúsund krón­ur á mánuði.

Hækka frí­tekju­mark fjár­magn­stekna í 500 þúsund krón­ur og hætta að skatt­leggja verðbólgu.

Helm­inga erfðafjárskatt og fjór­falda frí­tekju­markið í 20 millj­ón­ir.

Efsta þrep skatt­kerf­is­ins miðist við tvö­fald­ar meðal­tekj­ur.

Af­nema stimp­il­gjöld vegna kaupa ein­stak­linga á íbúðar­hús­næði.

Gera starfs­lok sveigj­an­leg þannig að þau miðist við áhuga og færni en ekki ald­ur.

Ljóst er að bæta þarf lífs­kjör þeirra sem aðeins fá greidd­an grunn­líf­eyri frá TR og miðað verði við lægstu laun Starfs­greina­sam­bands Ísland sem eru í dag 425 þúsund krón­ur. Viðmið TR er hins veg­ar aðeins 330 þúsund krón­ur. Þarna mun­ar um 90 þúsund krón­um og eykst í 102 þúsund í byrj­un næsta árs. Skerðing­ar TR varðandi tekj­ur um­fram grunn­líf­eyri eru 45 aur­ar á móti einni aflaðri krónu. Þetta ber að fella út.

Þetta hafa verið bar­áttu­mál FEB (Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík) en þar gegni ég for­mennsku sam­hliða því að sitja á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík suður.

Höld­um áfram. Við verðskuld­um öll að búa við ör­yggi og al­menni­leg lífs­gæði, ekki síst þegar við erum kom­in á efri ár. Styðjum við fólk á elsta ald­urs­skeiði og ger­um því mögu­legt að hjálpa sér sjálft. Ég bið um ykk­ar stuðning á laug­ar­dag og vona að þið setjið x við D.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember 2024.