Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður:

Á laug­ar­dag­inn leggj­um við sjálf­stæðis­menn störf okk­ar í dóm kjós­enda, störf sem við erum stolt af. Eldri sjálf­stæðismaður sagði við mig á dög­un­um að hon­um heyrðust ein­hverj­ir vilja gefa Sjálf­stæðis­flokkn­um frí, m.a. rót­grón­ir sjálf­stæðis­menn. Hann rifjaði upp um­skipt­in á ís­lensku sam­fé­lagi und­an­farna ára­tugi sem hefðu verið leidd af Sjálf­stæðis­flokkn­um. Það væri ekki til betri ástæða til að gefa Sjálf­stæðis­flokkn­um áfram umboð en ein­mitt sú þróun.

Lif­ir Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á fornri frægð?

En við sjálf­stæðis­menn get­um ekki enda­laust rifjað upp hita­veitu­væðing­una, stofn­un og upp­bygg­ingu Lands­virkj­un­ar og frelsi í gjald­eyr­is- og viðskipta­mál­um, inn­göng­una í EES og NATO, svo fátt eitt sé nefnt.

Á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili höf­um við náð mikl­um ár­angri í þeim mála­flokk­um sem við höf­um haldið á, þótt ein­hverj­ir séu fúl­ir yfir mála­miðlun­um í öðrum.

Við náðum undra­verðum ár­angri í orku­mál­um á skömm­um tíma, m.a. með samþykki ramm­a­áætl­un­ar, stór­ein­föld­un leyf­is­veit­inga, fyrsta jarðhita­leitar­átaki ald­ar­inn­ar og sam­ein­ingu stofn­ana.

Við höf­um styrkt landa­mær­in með auk­inni landa­mæra­vörslu og lög­gæslu­eft­ir­liti og breytt for­gangs­röðun í mála­flokki hæl­is­leit­enda. Þannig hef­ur um­sókn­um um vernd fækkað um yfir 60% milli ára, brott­flutn­ing­ur hef­ur auk­ist um yfir 70% og frá­vís­an­ir á landa­mær­um um 1.200% frá ár­inu 2022.

Það hef­ur verið for­gangs­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins í rík­is­stjórn að stuðla að lækk­un verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hef­ur gengið eft­ir, verðbólg­an er í frjálsu falli og vaxta­lækk­un­ar­ferlið er hafið. Þeirri stöðu verður von­andi ekki ógnað með til­rauna­starf­semi og meint­um töfra­lausn­um.

Við höf­um byggt upp nýja stoð í hag­kerf­inu með öfl­ug­um stuðningi við ný­sköp­un, rann­sókn­ir og tækni. Það hef­ur skilað okk­ur fjöl­breytt­um störf­um og aukn­um út­flutn­ings­tekj­um.

Við höf­um haldið áfram að treysta sam­starf okk­ar við ná­granna- og vinaþjóðir. Þar er EES-sam­starfið okk­ur gríðarlega mik­il­vægt og hags­muna­gæsla fyr­ir Ísland for­gangs­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Kjós­um um framtíðina

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stolt­ur af fortíðinni og við lít­um líka björt­um aug­um til framtíðar. Við mun­um tryggja áfram­hald­andi lækk­un verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrg­an rík­is­rekst­ur, útboð og tækni til að fara bet­ur með rík­is­fé og fækka rík­is­stofn­un­um úr 160 í 100.

Við vilj­um að fólk geti eign­ast hús­næði, enda er það það sem flest­ir vilja. Við ætl­um að skylda sveit­ar­fé­lög á borð við Reykja­vík­ur­borg til að tryggja nægt lóðafram­boð og lækka bygg­ing­ar­kostnað með ein­fald­ari regl­um og frek­ari skattaí­viln­un­um.

Við ætl­um að halda áfram að létta und­ir með heim­il­un­um með því að af­nema stimp­il­gjald vegna íbúðar­kaupa ein­stak­linga, tryggja sér­eign­ar­sparnaðarúr­ræðið svo­kallaða og veita barna­fjöl­skyld­um 150 þúsund króna skatta­afslátt ár­lega vegna hvers barns und­ir þriggja ára. Við vilj­um lækka erfðafjárskatt og hækka frí­tekju­mark erfðafjár.

Við boðum stór­sókn og umbreyt­ingu á mennta­kerf­inu – fyrsta kosn­inga­málið sem við kynnt­um. Við vilj­um taka aft­ur upp sam­ræmd próf, nýja aðal­nám­skrá, betri náms­gögn, síma­lausa skóla og mót­töku­skóla fyr­ir börn sem tala ekki ís­lensku.

Við mun­um halda áfram að tryggja landa­mær­in sem okk­ur tókst að ná stjórn á og auka ör­yggi fólks með öfl­ugri lög­gæslu. Eng­inn flokk­ur hef­ur staðið eins traust­an vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn. Raun­ar hef­ur stjórn­ar­andstaða Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar staðið gegn hert­um regl­um.

Við leggj­um áherslu á aukna ný­sköp­un, tækni­lausn­ir og fjöl­breytt­ari rekstr­ar­form í heil­brigðisþjón­ustu. Við þurf­um að fá heil­brigðis­menntað fólk til baka úr námi með skattaí­viln­un­um. Mannauðsvand­inn verður ekki leyst­ur með áætl­un­um.

Við vilj­um ein­falt reglu­verk og hóf­lega skatt­heimtu fyr­ir at­vinnu­lífið. Þar er jafn­launa­vott­un­in of­ar­lega á lista yfir sér­ís­lensk­ar kvaðir á fyr­ir­tæki sem þarf að af­nema.

Það á að vera gott að eld­ast á Íslandi. Við vilj­um gera starfs­lok sveigj­an­leg, hækka frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna í 350 þúsund á mánuði. Draga áfram úr skerðing­um og hækka al­mennt frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is.

Við þurf­um að stór­efla sam­göng­ur um allt land, m.a. með því að heim­ila sveit­ar­fé­lög­um að stofna sam­göngu­fé­lög um sam­fé­lags­vegi.

Með Sjálf­stæðis­flokk­inn í brúnni hef­ur Ísland orðið í far­ar­broddi í lang­flest­um sam­an­b­urði við önn­ur lönd. Við vilj­um gera enn bet­ur og biðjum kjós­end­ur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á ár­ang­ur í verki. Þannig náum við meiri ár­angri fyr­ir okk­ur öll.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2024.