Áfram lægri skattar í Kópavogi
'}}

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs:

Stjórn­mála­menn stíga marg­ir hverj­ir fram þessa dag­ana með há­leit­ar hug­mynd­ir um auk­in út­gjöld til alls kyns verk­efna, út­gjöld sem á að fjár­magna úr vös­um skatt­greiðenda með ein­um eða öðrum hætti. Við skul­um muna að það er póli­tísk ákvörðun að ætla heim­il­um og fyr­ir­tækj­um að greiða hærri skatta.

Hús­næðismál hafa verið fyr­ir­ferðar­mik­il í umræðu und­an­farn­ar vik­ur. Það kem­ur ekki á óvart enda eitt stærsta hags­muna­mál heim­ila að til sé hús­næði sem mæt­ir þeirra þörf­um. Sá fram­boðsskort­ur sem ríkt hef­ur á höfuðborg­ar­svæðinu svo árum skipt­ir kem­ur fram í hækk­andi hús­næðis­verði, auk­inni verðbólgu og hærri vöxt­um – allt á kostnað heim­il­anna.

Það gleym­ist stund­um í umræðunni að hækk­andi hús­næðis­verð fel­ur alla jafna í sér hærri fast­eigna­gjöld. Með ein­föld­um hætti má segja að mörg sveit­ar­fé­lög hafi í gegn­um hækk­andi hús­næðis­verð fengið nokkuð frítt spil í skatta­hækk­un­um á liðnum árum. Fast­eigna­gjöld hafa hækkað sam­hliða hækk­andi fast­eigna­verði og fært mörg­um sveit­ar­fé­lög­um um­tals­verðar tekj­ur. Það á þó ekki við í Kópa­vogi, því við telj­um þá leið ekki sann­gjarna gagn­vart bæj­ar­bú­um enda hef­ur sú þjón­usta sem fast­eigna­gjöld­in standa und­ir ekk­ert með fast­eigna­verð að gera.

Við, sem skip­um meiri­hluta í Kópa­vogi, höf­um lækkað fast­eigna­skatta á hverju ári sem og önn­ur fast­eigna­gjöld. Í fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2025 er gert ráð fyr­ir að fast­eigna­skatt­ar lækki áfram. Þess­ar skatta­lækk­an­ir koma til móts við hækk­andi fast­eigna­verð sem ella hefði skilað bæj­ar­sjóði enn hærri skatt­heimtu, en sit­ur nú eft­ir hjá íbú­um og fyr­ir­tækj­um. Fast­eigna­skatt­ar í Kópa­vogi eru í dag meðal þeirra lægstu á landsvísu og fast­eigna­gjöld hafa ekki hækkað að raun­v­irði und­an­far­in ár. Við sam­an­b­urð á fast­eigna­gjöld­um og fast­eigna­mati sem Byggðastofn­un birti fyr­ir árið 2024 sést glöggt að fast­eigna­gjöld í Kópa­vogi eru þau lægstu á höfuðborg­ar­svæðinu.1

Skýr­ar áhersl­ur

Íbúar gera kröf­ur til póli­tískra full­trúa um að fara vel með skatt­fé þeirra, for­gangsraða verk­efn­um í þágu grunnþjón­ustu og ráðast í breyt­ing­ar til að stuðla að enn betri þjón­ustu. Með slíkt í huga höf­um við ráðist í mark­viss­ar hagræðing­araðgerðir und­an­far­in ár þvert á svið bæj­ar­ins, sam­hliða því sem við höf­um lækkað kostnað í póli­tísk­um nefnd­um og ráðum með því að fækka fund­um. Slík­ar aðgerðir hafa skilað um­tals­verðum sparnaði. Á næsta ári ætl­ar Kópa­vogs­bær að stíga mark­viss skref í inn­leiðingu á gervi­greind með það að mark­miði að auka þjón­ustu við bæj­ar­búa, skil­virkni í stjórn­sýsl­unni og bæta ákv­arðana­töku. Þar liggja mik­il tæki­færi til sókn­ar, en rann­sókn­ir sýna að 30% af vinnu­tíma op­in­berra starfs­manna má sjálf­virkni­væða með til­komu gervi­greind­ar. Til að setja hlut­ina í sam­hengi jafn­gild­ir 30% sparnaður í vinnu­stund­um 10 millj­örðum króna fyr­ir Kópa­vogs­bæ. Við þurf­um stöðugt að leita leiða til að fara bet­ur með fjár­muni skatt­greiðenda.

Líkt og síðustu ár end­ur­spegl­ast þess­ar áhersl­ur í fjár­hags­áætl­un Kópa­vogs­bæj­ar þar sem hags­mun­ir bæj­ar­búa eru í for­gangi, skatt­ar lækkaðir og þjón­ust­an efld.

1htt­ps://​www.byggda­stofn­un.is/​is/​frett­ir/​sam­an­burd­ur-fast­eigna­gjalda-heim­ila-arid-2024

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember 2024.